Guðlaugur Hallvarðsson, Hlöðuvík

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Guðlaugur Hallvarðsson. F. 8. júlí 1886. D. 2. marz 1941.

Foreldrar: Hallvarður Jóhannesson bóndi í Skjaldbjarnarvík og kona hans Sigríður Dagsdóttir.

Kona: 25. sept. 1915, Ingibjörg Kristín, f. 18. apríl 1888 (14. apríl segir kirkjubókin), d. 6. febrúar 1970, Guðnadóttir, Kjartanssonar í Hælavík.

Börn:Einar Guðmundur Guðlaugsson, f. 3. október 1916, innheimtumaður í Reykjavík, kvæntur Kristjönu Finnbogadóttur. Bergmundur Guðlaugsson, f. 12. marz 1918, tollþjónn í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur. Hallvarður Sigurður Guðlaugsson, f. 16. okt, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Lilju >Guðmundsdóttir. Guðlaug Kristjana Guðlagusdóttir kona Alberts Kristjánssonar bónda á Búðum. Ólafur Marinó Guðbrandur Guðlaugsson, f. 27. nóvember 1923, verkamður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Helgadóttur. Magnús Stefán Guðlaugsson, f. 29. janúar 1924, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur. Sigrún Guðlaugsdóttir, f. 4. júní 1925, ólst upp hjá Guðna Ísleifssyni í Þverdal, kona Guðmundar Óla Guðmundssonar bakarameistara frá Patreksfirði. Sonur Ingibjargar áður en hún giftist með Bjarna Gíslasyni, Þórleifur Bjarnason, f. 30. janúar 1908.

Guðlaugur var húsmaður á Búðum 1916-20. Bóndi þar frá 1920 til dánardags.