Halldóra Einarsdóttir

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Halldóra Einarsdóttir. F. um 1730. Var enn á lífi 1801. Halldóra bjó ekkja á Horni 1787. Ekki er vitað hver maður hennar hefur verið né hve lengi þau hafa buið á Horni, en vel kann það að hafa verið allmörg ár. Ekki er heldur hægt að segja um, hverra manna hún hefur verið. Hún gæti hafa verið dóttir Einars Þorlákssonar í Skáladal, en vel getur hún einnig hafa verið úr Grunnavíkurhreppi, ef til vill systir Snorra í Höfn.

Árið 1801 var Halldóra fjörgömul niðursetningur á Horni. Bendir það til þess, að hún hafi þá ekki átt lifandi börn, sem máttu sín mikils.