Hjálmar Jóhannsson, Höfn

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Hjálmar Jóhannsson. F. um 1796. D. 20. desember 1838.

Foreldrar: Jóhann Jónsson í Skálavík í Mjóafirði og kona hans Guðrún Magnúsdóttir.

Kona: 25. júlí 1830, Solveig Jónsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar í Höfn.

Börn: Guðrún Hjálmarsdóttir, átti Jóhannes Sakaríasson bónda í Rekavík bak Höfn. Guðný Hjálmarsdóttir, átti Jósef Hermannsson úr Furufirði. Jósef Hjálmarsson bóndi á Atlastöðum.

Hjálmar Jóhannsson bjó í Höfn 1830-1838. Munnmæli segja að Hjálmar hafi látizt bjarndýrsbiti. Í kirkjubókinni segir, að hann hafi dáið hastarlega.