Sigurður Þorsteinsson, Horni

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Þorsteinsson. F. um 1772. D. 1845 (jarðs. 8. júní það ár).

Sigurður er sagður fæddur í Hælavík, en hverjir foreldrar hans hafa verið, verður ekki sagt með neinni vissu.

Kona: 1802, Anna Snorradóttir úr Höfn, d. 25. júlí 1841.

Börn: Eldjárn Sigurðsson húsmaður í Hlöðuvík og síðar bóndi í Grunnavíkurhreppi, Hjálmar Sigurðsson, d. 26. ágúst 1839, var vinnumaður á Stað í Aðalvík, átti Rósu Bjarnardóttur.

Sigurður Þorsteinsson var vinnumaður í Höfn 1801, húsmaður eða vinnumaður á Stað í Aðalvík 1802. Var á Hrafnfjarðareyri 1808, en vinnumaður á Horni 1816 og líklega húsmaður þar síðar. Sigurður var lengi sjúklingur á sveit, mun hafa orðið holdsveikur. Kona hans var lengi vinnukona í Þverdal og víðar.