Guðmundur Ívarsson, Stað
Jump to navigation
Jump to search
Guðmundur Ívarsson. Fæddur um 1750. Var á lífi 1801.
Hann mun hafa verið aðfluttur, ef til vill ættaður vestan úr Önundarfirði. Hann var búandi á Staðarhóli, hjáleigu frá Stað 1790-91, Stað 1792-93, og 1794-95, á svonefndum Tanga, sem þá mun hafa verið hjáleiga frá Stað. Hann var húsmaður á Sæbóli 1801 og þá ekill. Er ekki vitað hver kona hans var.
Börn hans voru: Anna Guðmundsdóttir, fædd um 1787, og Einar Guðmundsson, fæddur 1790-91.
Guðmundur var ekki í Sléttuhreppi 1816, hefur líklega verið látinn. Börn hans voru þá ekki heldur meðal íbúa í hreppnum.
Skv. Íslendingabók var móðir hans Guðrún Einarsdóttir fædd 1713, dáin 2. september 1805. „Var á Stóru-Þúfu, Miklaholtshreppi, Hnapp. 1729. Ekkja á Helgafelli, Helgafellssókn, Snæf. 1801“