Munur á milli breytinga „Bjarni Jakobsson, Sléttu“
(Ný síða: <includeonly>Bjarni Jakobsson</includeonly><noinclude>'''Bjarni Jakobsson'''</noinclude>. F. 25. ágúst 1860. D. 24. marz 1893. Foreldrar: Jakob Tómasson...) |
|
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2012 kl. 23:54
Bjarni Jakobsson. F. 25. ágúst 1860. D. 24. marz 1893.
Foreldrar: Jakob Tómasson bóndi á Nesi í Grunnavík og kona hans Guðrún Kolbeinsdóttir.
Kona: Pálína Guðrún, f. 5. apríl 1861, d. 7. janúar 1899, Pétursdóttir, Eldjárnarsonar á Leiru í Jökulfjörðum. Hún átti síðar Guðjón Kristjánsson bónda á Langavelli á Hesteyri.
Börn: Rebekka Bjarnadóttir, f. 15. nóv. 1884 átti Þorstein Ásgeirsson skipstjóra í Súðavík. Kristín Bjarnadóttir, f. 22. júní 1892, átti fyrr Guðjón Jónsson sjómann í Reykjavík, síðar Hermann Jónsson sjómann í Reykjavík. Hann fórst í loftárás á strandferðaskipið Súðina 17. júní 1943.
Bjarni bjó í Nesi í Grunnavík, síðar með föður sínum á Búðum í Hlöðuvík 1892-93. Hann varð þar bráðkvaddur, skammt fyrir utan bæinn. Bjarni var einstakur fimleikamaður að sögn þeirra, er þekktu hann.