Jón Jónsson, Hesteyri
Jump to navigation
Jump to search
Jón Jónsson. Fæddur um 1760. Dáinn 26. ágúst 1811.
Óvíst er um foreldra hans. Ef till vill hefur hann verið sonur Jóns Bjarnasonar á Hesteyri, eins og áður er minnzt á.
Kona: Ragnhildur, fædd um 1764, dáin 7. júlí 1843, Einarsdóttir.
Börn Oddur Jónsson húsmaður í Þverdal. Jón Jónsson bóndi í Efri Miðvík. Einar Jónsson, Hesteyri dó ungur. Katrín Jónsdóttir, Hesteyri drukknaði ung í smalamennsku. Gísli Jónsson dó ungur. Steinn Jónsson bóndi á Álfsstöðum í Hrafnfirði.
Jón Jónsson bjó á Hesteyri 1787-1811, þar af tvör ár á Seleyri í Hesteyrarlandi. Jón fórst með séra Guðmundi Sigurðssyni á Stað.
Ragnhildur ekkja Jóns bjó á Hesteyri til 1817 eða lengur. Hún fluttist síðar til Steins sonar síns á Álfsstöðum og andaðist þar.