Páll Björnsson, Reykjafirði á Ströndum
Páll Björnsson var farið Sigurðar Pálssonar á Horni. Hann var
Num. XXIV
Sama eftirmiðd. mætti fyrir réttinum sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson og framlagði hérapsprocessa og dóma af 27. Aprilis næstliðna og 28. Junii a. c. að Stað í Grunnavík yfir delinkvents persónum, Páli Björnssyni og Guðríði Vilhjálmsdóttur, í hvers slutningu þau fyrir begengið duls-mál eru soleiðis dæmd, að hann skuli erfiða í fangelsi sína lífs-tíð, en hún í thugthúsi í 8 ár; upplesinn og uppáskrifaður, not. lit. A.
Mætti sýslumaðurinn Jón Helgason og framlagði hr. amtmannsins ordre til sín dags dato að ganga í rétt delinqventerne til forsvars, upplesnar og uppáskrifaðar sub lit. B.
Delinkvents persónurnar fyrir rétitnum examineraðar meðkenna rétt eins og allt hið sama sem í héraðsprocessen er innfært.
Sýslumaðurinn Erlendur uppástendur, að héraðs-dómurinn verði confirmeraður, sen sýslumaðurinn Jón Helgason, að hann verði modereraður, sérdeilis í henseende til delinqventen Páls, þar hönum sé ekki yfirbevísað, að hann hafi grandað lífi barnsins, en barns-móðirin mætti að mestu eður öllu leyti fríkennast, þar henni sé ekki yfirbevísuð nokkur intention til að leyna barnsfæðingunni, heldur hafi verið stödd í því plátzi, sem hún gat engan fengið sér til þénustu eður hjálpar nema barnsföðurinn Pál.
Víðara sögðust partarnir ekki hafa að framfæra undir endilegan dóm. [1]
Num. XXVII
Þann 17.6 Julii settis tí lögréttu hr. lögmaðurinnn Sölvason og afsagði 3 eftirfylgjandi dóms-slútningar:
...
3. Í dulmáls sökinni úr Ísafjarðar sýslu. Með gjörðri besigteles forettningu að Stað við Grunnavík þann 28. Junii þessa árs á þeim dauðfundna barns líkama, sem Páll Björnsson og Guðríður Vilhjálmsdóttir eru foreldrar að, er það klárt og bevísað, að barnsins höfuð-skel fyrirfannst brotin í þrjá parta, í hverjum gjörningi enginn annar kann vera sekur en sjálfur barns-faðirinn, sem alleinn var yfirverandi, þegar barnið fæddist, og meðkennir sig að hafa það grafið. Barns-móðirin, þó hún hafi sig afsakað frá allri meðvitund í so vondri meðhöndlan hennar barns-líkama, kann samt ekki að fríkennast fyrir dulsmálinu; heldur skulu þau, bæði Páll Björnsson og Guðríður Vilhjálmsdóttir, fyrir begengið dulsmál og barns-morð eftir laganna 6. b. 6. cap. 7. art. missa sinn háls og þeirra höfuð á stjaka uppsetjast, hvör dómur innstillist til landsins yfir-réttar víðari uppákenningar. [2]