Ólafur Jónsson, Hlöðuvík
Ólafur Jónsson. F. um 1791. D. 13. nóvember 1855.
Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Atlastöðum og kona hans Þóra Snorradóttir.
Kona: Soffía, f. 1793, d. 22. marz 1859, Jónsdóttir, EInarssonar á Steinólfsstöðum og seinni konu hans, Guðrúnar Lárentíusdóttur. Hún var dóttir Lárentíusar Erlendssonar sýslumanns Ólafssonar. Soffía var hagmælt, og geymast enn í minni nokkrar vísur hennar.
Börn: Sveinn Ólafsson, dó ókvæntur 1866. Kjartan Ólafsson bóndi á Atlastöðum. Kári Ólafsson, d. 23. des. 1876, ókvæntur, átti son með Herborgu Friðriksdóttur í N. miðvík, Þórð Kárason á Látrum. Karólína Ólafsdóttir, átti fyrr Þeófílusson á Látrum, síðar Ísleif Ísleifsson í Hlöðuvík. Dóttir Ólafs með Ástríði Jónsdóttur, systur konu hans, var Guðrún Ólafsdóttir kona Jósefs Hjálmarssonar á Atlastöðum.
Ólafur bjó með móður sinni á Atlastöðum 1816. Bóndi í Rekavík bak Látur 1823-25. Bóndi á Atlastöðum 1825-30. Bóndi í Hlöðuvík 1830-45. Bóndi á Atlastöðum frá 1845 til æviloka.