Albert Kristjánsson, Hlöðuvík
Albert Kristjánsson. F. 3. október 1920.
Foreldrar: Kristján Albertsson vélstjóri á Ísafirði og kona hans Herdís Samúelsdóttir úr Skjaldarbjarnarvík.
Kona: Guðlaug Kristjana, f. 23. des. 1920, Guðlaugsdóttir, Hallvarðassonar á Búðum.
Börn: Guðlaug Ingibjörg Albertsdóttir, f. 19. sept. 1942, d. 3. nóv. 1964, átti Sigurð Benjamínsson í Súðavík. Kristján Hörður Albertsson, f. 28. apríl 1944, stýrimaður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Þóru Jónsdóttur. Vignir Reynir Albertsson, f. 21. sept. 1947. Guðný Albertsdóttir, f. 8. júní 1952. Árni Elías Albertsson, f. 6. maí 1957. Hersir Freyr Albertsson, f. 11. marz 1961.
Albert var bóndi á Búðum 1942-43. Búsettur í Súðavík 1943-66. Fluttist þaðan til Hafnarfjarðar. Hann var um skreið hreppsnefndaroddviti í Súðavík og tók þar allmikinn þátt í félagsmálum. Þeir Albert og Eiríkur voru seinustu ábúendur í Hlöðuvík.