Staður

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 22. apríl 2025 kl. 16:08 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 22. apríl 2025 kl. 16:08 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: Staður Milli Nasa og Lækjarfjalls gengur fagur og grösugur dalur langt fam í hálendið. FJöllin girða hann á báða vegu, há og brött, en fyrir botni hans er fjallgarður,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Staður

Milli Nasa og Lækjarfjalls gengur fagur og grösugur dalur langt fam í hálendið. FJöllin girða hann á báða vegu, há og brött, en fyrir botni hans er fjallgarður, lægri, og nokkurn veginn greiðfært upp úr honum á heiði þá, er liggur milli Aðalvíkur og Sléttu. Dalurinn heitir Staðardalur. Fyrir honum miðjum er laglegt stöðuvatn, langt (á að gizka 1 km), en mjótt. Úr því rennur Staðará til sjávar út úr mynni dalsins. Norðan vatnsins stendur kirkjustaðurinn og prestsetrið Staður. Þar er búsældarlet, a.m.k. að sumarlagi, graslendi vítt og gróðursælt meðfram öllu vatninu og inn fyrir botn dalsins. Þessi dalur hreif Steingrím biskup Jónsson, er hann ferðaðist um Vestfirði sumarði 1790. Hann segir svo:

Fegurst var, að mér þókti, í Holti í Önundarfirði, líka nokkuð í Vatnsfirði, en af hinum öðrum var þó jafnafallegast í Aðalvík, því þar er dalurinn grasi vaxinn meir en annars staðar. Heyskapurinn varþar góður að nýtingu, en lítill að nokkru leyti að vöxtum, þar var skelfilega snöggt, ljáirnir ekki lengri en sem vænn melsigður. Skelfing var þar fyrir vestan af berjum.

Elzta heimild um kirkju í Aðalvík er kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá 1200. Er ekki annað vitað en þar hafi æ síðan verið kirkja og prestsetur, þar til sóknin lagðist í eyði. Hér verður saga kirkjunnar ekki rakin, en reynt verður að gera grein fyrir sögu jarðarinnar á sama hátt og annarra jarða.