Tangi
Jump to navigation
Jump to search
Tangi er nefndur í búnaðarskýrslum 1794 og 1795. Þar bjó sami bóndi og var á Staðarhóli 1790 og 1971. Guðmundur Ívarsson. Árið 1792 og 1793 er hann talinn á Stað. Árið 1794 er Tangi að vísu talinn síðast í skýrslunni, á eftir Seleyri, en 1795 milli Lækjar og Staðar, og tel ég því vafalítið, að hann sé enn ein hjáleiga í Staðarlandi. En engann hef ég hitt, sem heyrt hefur hans getið. Guðmundur á Tanga átti eina kú og sjö kindur árið 1795. Vera má að Tangi, Hlaðhús og Lúsastaðir, sem sr. Jón Eyjólfsson nefndi, séu allt eitt, síðasta nafnið gat þótt óviðeigandi á skýrslum.