Guðmundur Sigurðsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 23. apríl 2025 kl. 15:40 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2025 kl. 15:40 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: <noinclude>'''Séra Guðmundur Sigurðsson'''</noinclude><includeonly>Séra Guðmundur Sigurðsson</includeonly>. Fæddur 1748. Dáinn 26. ágúst...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Séra Guðmundur Sigurðsson. Fæddur 1748. Dáinn 26. ágúst 1811.

Foreldrar: Séra Sigurður Sigurðsson í Holti í Önundarfirði og þriðja kona hans Katrín Guðmundsdóttir, Vernharðssonar prests í Selárdal.

Kona: 1776, Ingibjörg, fædd um 1748, dáin 1. ágúst 1834, Vernharðsdóttir, Guðmundssonar prests í Otradal.

Börn: Katrín Guðmundsdóttir, átti Jón Sturluson hreppstjóra í Þverdal. Ásta Guðmundsdóttir, átti Árna Halldórsson hreppstjóra á Látrum. Sigurður Guðmundsson bóndi á Hesteyri, átti Álfheiði Bjarnadóttur frá Marðareyri.

Séra Guðmundur brautskráðist úr Skálholtsskóla 1771. Hann bjó nokkur ár í Meðaldal í Dýrafirði. Fékk Stað í Aðalvík 1779 og vígðist þangað 1780. Hann hélt staðinn til æviloka.

Séra Guðmundur drukknaði í kaupstaðarferð frá Sléttu til Ísafjarðar 26. ágúst 1811 og með honum tíu manns, þar af átta bændur úr sveitinni. Mun það eitt það mesta sjóslys, sem þar hefur orðið. Vitað er með vissu, hverjir nokkrir þeirra bænda voru, en óljósara er um aðra. Telja má þó líklegt að bændurnir hafi verið þessir: Jón Jónsson bóndi á Sléttu. Hann var skipseigandinn og formaður í förinni. Jón Jónsson bóndi á Hesteyri. Ólafur Ólafsson bóndi á Hesteyri. Sigurður Brynjólsson bóndi á Læk. Kristján Hermannsson bóndi í Görðum og Guðmundur Snorrason bóndi á Glúmsstöðum.