Jón Sturluson, Þverdal

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 23. apríl 2025 kl. 15:58 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2025 kl. 15:58 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: <noinclude>'''Jón Sturluson'''</noinclude><includeonly>Jón Sturluson</includeonly>. Fæddur 1782. Dáinn 10. marz 1839. Foreldrar: Sturla Sturluson s...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Jón Sturluson. Fæddur 1782. Dáinn 10. marz 1839.

Foreldrar: Sturla Sturluson síðast bóndi í Þjóðólfstungu í Bolungarvík og fyrri kona hans Ingibjörg Bárðardóttir. Sjá Arnardalsætt.

Kona 1: Katrín, fædd um 1776, dáin 28. marz 1820, Guðmundsdóttir prests, Sigurðssonar á Stað í Aðalvík.

Börn Ingibjörg Jónsdóttir, átti fyrr Jón Þórarinsson vinnumann í Vigur. Hann drukknaði. Seinni maður Ingibjargar var Jónas Jónasson borgari og beykir á Ísafirði. Guðmundur Jónsson bóndi á Hesteyri.

Kona 2: 15. júlí 1821, Sigurborg, fædd 1789, dáin 6. júlí 1862, Guðmundsdóttir Guðmundssonar bónda í Þverdal. Hún átti áður Halldór Bjarnason hreppsjóra á Látrum og var seinni kona hans.

Börn: Hjálmar Jónsson bóndi á Látrum. Halldór Jónsson, fæddur 29. júlí 1823, dáinn 23. desember 1906, smáskammtalæknir á Sútarabúðum í Grunnavík, átti Sæunni dóttur séra Hannesar Arnórssonar á Stað í Grunnavík. Guðmundur Jónsson, fæddur 1826, átti Sigríði Halldórsdóttur. Hann var formaður á sexæring úr Bolunargvík og drukknaði þaðan 30. apríl 1854. Ari Jónsson, fæddur 10. marz 1831, dáinn 14. febrúar 1912, var í Hörgshlíð, átti Sigríði Halldórsdóttur ekkju Guðmundar bróður síns. Jón Jónsson fæddur 4. janúar 1830, var í Þverdal 1842.

Jón Sturluson var bóndi á Stað í Aðalvík 1804-1812. Bóndi í Þverdal 1812-20. Bóndi á Sléttu 1820-26. Bóndi í Þverdal frá 1826 til æviloka. Ekkja hans bjó í Þverdal til 1843, en fluttist þá að Stað og var búsett þar næstu ár. Hún mun svo hafa flutzt til Halldórs sonar síns.

Jón Sturluson var hreppstjóri frá 1828 til dánardags.