Einar Ólafsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 24. apríl 2025 kl. 17:24 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2025 kl. 17:24 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Séra Einar Ólafsson. Fæddur um 1647. Dáinn 1721.

Foreldrar: Ólafur Guðmundsson, Sléttu bóndi á Sléttu og kona hans Hildur Arnórsdóttir, Símonssonar bónda í Furufirði. Arnór var bróðir séra Sveins Símonarsonar í Holti í Önundarfirði.

Kona: 1681, Valgerður Þorleifsdóttir frá Kirkjubóli á Bæjarnesi.

Barn: séra Jón Einarsson á Stað í Aðalvík.

Séra Einar lærði í Skálholtsskóla. Hann vígðist að Stað 1677 og var þar prestur til dánardags. Hann var sagður lista- og hagleiksmaður, þótti lærdómsmaður og þýddi nokkrar bækur. En skapmaður hefur séra Einar verið. Til þess benda þau ummæli, sem höfð eru eftir honum við sóknarbarn sitt, Einar Guðmundsson í Þverdal, en hann stefndi presti fyrir mannskemmandi ummæli við Staðarkirkju 1712, eins og áður hefur verið getið. Nokkur munnmæli hafa geymzt um séra Einar.