Árni Loftsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 26. apríl 2025 kl. 23:39 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 26. apríl 2025 kl. 23:39 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Séra Árni Loftsson (Loptsson). Foreldrar: Loptur Árnason í Sælingsdal og fyrri kona hans Þórunn Bjarnadóttir.

Kona: 1657, Álfheiður Sigumundsdóttir, faðir Sigmundur Gíslason í Fagradal.

Börn þeirra: Gísli á Einarsstöðum í Reykjadal, Þórunn átti séra Sigurð Snorrason að Bjránslæk, Jón byskup í Skálholti, Helga átti Lopt Jónsson úr Flatey.


Stúdent frá Skálholti og vígðist prestur að Þykkvabæjarklaustri 1650. Skipti við séra Árna Kláusson sem tók við Þykkvabæjarklaustursprestakall 1653.

Tók Stað í Aðalvík 1653 í skiptum við síra Árna Kláusson.[1]

En er til kom, varð síra Árni Loptsson óánægður með skiptin og sakaði (1654) nafna sinn um að hafa skilið illa við staðinn. Það hrakti síra Árni Kláusson með vitnisburði sinna fyrri sóknarmanna í Aðalvík og varð ekki meira af.[2]

Þar veiktist hann, kenndi það gerningum og vildi komast þaðan. Síra Þórður Sveinsson í Ögurþingum hét þá (1656) að hafa skipti á prestaköllum við hann, en sagt er, að sóknarmenn í Ögurþingum hafi neitað að taka við honum, og þóktist þá síra Þórður laus allra mála, en þó komst á sætt með þeim 3. júní 1657, þannig að síra Þórður tæki stað. En samtímis fékk síra Árni nokkura sóknarmenn í Dýrafjarðarþingum að kall sig til prests þangað eftir síra Bjarna Arnórsson. Samþykkti byskup kosninguna 30. júní 1657 og skipaði hann prest í Dýrafjarðarþingum 14. júlí s.á.[3]

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 1. bindi, bls. 59

Prestatal og prófasta á Íslandi, bls. 204