Þorgerður Árnadóttir, Stakkadal

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 27. apríl 2025 kl. 10:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2025 kl. 10:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Þorgerður Árnadóttir. Bjó í Stakkadal 1787-1789.

Þorgerður hefur að öllum líkindum verið ekkja Gísla Bjarnarsonar bónda í Svansvík og móðir þeirra Árna Gíslasonar í Stakkadal og Herdísar konu Jóns Jónssonar í Stakkadal, síðast bónda á Sléttu. Gísli mun hafa búið í Stakkdal um og fyrir 1780. Árið 1780 var bóndi að nafni Gísli Bjarnarson þingvitni á Sléttu. Hefur það sennilega verið þessi Gísli. Um líkur fyrir því, að Gísli Bjarnason á Látrum og Gísli í Svansvík hafi verið eini og sami maður, hefur verið minnzt á áður. Sjá Látur


<oninclude>

Anno 1790

...

Ekkja nokkur, að nafni Þorgerður Árnadóttir, hrapaði á kirkjuleið frá Stað í Aðalvík á páskadagskveldið [4. apríl] úr svokallaðir Hyrningsgötu, sem liggur neðarlega framan í einu fjalli, sem Hvarfagnúpur nefnist, hér um 30 faðma ofan til fjörumáls, náðist þó með lífi og var færð til bæja, fékk mál og rænu degi síðar og var þjónustuð, en deyði 3 dögum síðar. Í þessari Hyrningsgötu, sem liggur líkgt hálfpípu ofan neðsta hluta fjallsins, þar ei verður annan veg til kirkju sótt af 7 bæjum, þá ei til sjós gefur, hafa í minni þeirra, er nú lifa, dáið ... [Eyða í hdr.] manneskjur, flestar þeirra orðið bráðkvaddar.[1]