Jón bóndi, Hesteyri

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 2. maí 2025 kl. 19:09 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 2. maí 2025 kl. 19:09 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: Jón Jónsson. (Jón Bóndi). Fæddur um 1778. Dáinn 15. september 1839. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Norð...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Jón Jónsson. (Jón Bóndi). Fæddur um 1778. Dáinn 15. september 1839.

Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Norðureyri í Súgandafirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

Kona: Ragnhildur, fædd 1783, dáin 15. júlí 1843, Jónsdóttir, Þorkelssonar bónda í Hlöðuvík, síðar á Atlastöðum.

Börn: Guðrún Jónsdóttir, átti Ísleif Ísleifsson bónda á Hesteyri. Þorkell Jónsson bóndi á Hesteyri.

Jón Jónsson bjó á Látrum 1805. Bóndi í Tungu 1810. Hann mun hafa flutzt að Hesteyri 1812. Bóndi á Sléttu, en fluttist aftur að Hesteyri og bjó þar síðan. Hann var kallaður „Jón Bóndi“, mun hafa verið góður sigmaður. Eitt festarhald á Hælavíkurbjargi var við hann kennt og kallað „bóndasig“.