Guðmundur Þeófílusson, Hesteyri

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 2. maí 2025 kl. 23:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 2. maí 2025 kl. 23:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: Guðmundur Þeófílusson. Fæddur 8. september 1869. Dáinn 24. marz 1917. Foreldrar: Þeófílus Þeófílusson, Látrum|Þeófílus Þeó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Þeófílusson. Fæddur 8. september 1869. Dáinn 24. marz 1917.

Foreldrar: Þeófílus Þeófílusson, bóndi á Látrum og kona hans Sigurlína Jóakímsdóttir, Látrum.

Kona: 1899: Ketilríður Guðrún, fædd 10. september 1879, dáin 29. júlí 1959, Veturliðadóttir, Vagnssonar á Dynjanda.

Börn: Veturliði Jakob Guðmundsson bóndi á Hesteyri. Bjarni Guðmundsson, fæddur 26. júlí 1900, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Svanhild Vatle, norskri konu. Margrét Guðmundsdóttir fædd 29. maí 1904. Sigurlína Guðmundsdóttir, átti Sölva Þórbergsson bónda í Efri Miðvík. Ólafur Helgi Guðmundsson fæddur 5. marz 1906, dáinn 15. ágúst 1956, ókvæntur. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, fædd 11. janúar 1911, kona Guðmundar Þorgeirssonar sjómanns í Hafnarfirði. Mikael Guðmundsson, fæddur 13. maí 1917, sjómaður ókvæntur. Guðmundur Elías Guðmundsson (Mummi), fæddur 16. maí 1917, kvæntur Lilju Halldórsdóttur frá Ísafirði, búsett á Ísafirði.

Guðmundur Þeófílusson bjó á Atlastöðum 1901-2. Bóndi á Nesi í Grunnavík 1902-1904, fluttist þaðan á Hesteyri og bjó þar til dánardags. Hann féll af vélbáti á Látralagi og drukknaði þar. Ekkja hans bjó áfram á Hesteyri til 1943, að hún fluttist til Ísafjarðar.