Guðmundur Þeófílusson, Hesteyri
Guðmundur Þeófílusson. Fæddur 8. september 1869. Dáinn 24. marz 1917.
Foreldrar: Þeófílus Þeófílusson, bóndi á Látrum og kona hans Sigurlína Jóakímsdóttir, Látrum.
Kona: 1899: Ketilríður Guðrún, fædd 10. september 1879, dáin 29. júlí 1959, Veturliðadóttir, Vagnssonar á Dynjanda.
Börn: Veturliði Jakob Guðmundsson bóndi á Hesteyri. Bjarni Guðmundsson, fæddur 26. júlí 1900, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Svanhild Vatle, norskri konu. Margrét Guðmundsdóttir fædd 29. maí 1904. Sigurlína Guðmundsdóttir, átti Sölva Þórbergsson bónda í Efri Miðvík. Ólafur Helgi Guðmundsson fæddur 5. marz 1906, dáinn 15. ágúst 1956, ókvæntur. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, fædd 11. janúar 1911, kona Guðmundar Þorgeirssonar sjómanns í Hafnarfirði. Mikael Guðmundsson, fæddur 13. maí 1917, sjómaður ókvæntur. Guðmundur Elías Guðmundsson (Mummi), fæddur 16. maí 1917, kvæntur Lilju Halldórsdóttur frá Ísafirði, búsett á Ísafirði.
Guðmundur Þeófílusson bjó á Atlastöðum 1901-2. Bóndi á Nesi í Grunnavík 1902-1904, fluttist þaðan á Hesteyri og bjó þar til dánardags. Hann féll af vélbáti á Látralagi og drukknaði þar. Ekkja hans bjó áfram á Hesteyri til 1943, að hún fluttist til Ísafjarðar.
Sumarliði Brandsson og Jón Kristjánsson gistu hjá þeim Ketilríði og Guðmundi 16. desember 1920, daginn fyrir slys það sem kostaði Sumarliða og þrjá leitarmenn lífið.[1]