Kristján Jóhannesson, Rekavík bak Höfn
Jump to navigation
Jump to search
Kristján Jóhannesson. F. 4. apríl 1861. D. 30. janúar 1927.
Foreldrar: Jóhannes Sakaríasson, síðast bóndi í Rekavík, og kona hans Guðrún Hjálmarsdóttir.
Kona: 23. sept. 1884, Hansína Steinunn, f. 10. febr. 1852, d. 26. marz 1932, Finnsdóttir, Gestssonar, bónda í N. Miðvík.
Börn: Margrét Kristjánsdóttir, f. 22. ág. 1889, átti Elías Angantýsson sjómann í Bolungarvík. Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir átti Þorkel Sigurðsson. Fóstursonur þeirra hjóna var Jóhannes Hjálmarsson bróðursonur Kristjáns.
Kristján var fyrst húsmaður í Rekavík. Bóndi í Hælavík 1889-92. Bóndi í Rekavík 1892-1908. Hann fluttist þaðan til Bolungarvíkur, síðar til Siglufjarðar og átti þar heima til æviloka.