Gjafabréf Staðar í Aðalvík

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Gavebref, hvorved Gaarden Staður í Aðalvík skjenkes til beneficium. Kirkjuból í Lángadal 17. August 1602.
...

Það gjöri eg Snæbjörn Torfason öllum góðum mönnum kunnugt, þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, að eg hef almáttugum guði til lofs og dýrðar lagt og gefið Stað í Aðalvík með öllum gögnum og gæðum til fjalls og fjöru, þeim sem honum og kirkjunni þar hafa fylgt að fornu og nýju, með fullum vilja og samþykki kvinnu minnar Þóru Jónsdóttur, guðs orði til uppheldis í þeirri sókn og þeim fátækum prestmanni sem staðurinn verður veittur, hver eg vil að þó sé svo fjáður og mannaður, að hann haldi staðnum við magt og hefð, og því sem kirkjunni tilkemur í kviku eður dauðu, eptir því sem kirkjunnar máldagi það útvísar, og héðan í frá sé þessi staður í forsjá og vernd biskupsins í Skálholti, þess sem nú er eður verðu kann hver eptir annan, frí og átölulaus fyrir mér og öllum mínum örfum, en veitist, svo sem áður skrifað er, fátækum og guðshræddum prestmönnum, sem vel og trúlega stunda sitt kall og embætti; og þennan minn gjörníng staðfesti ég nú með þessu mínu eigin bréfi, þessum vottum hjáverandi: sera Ólafi Halldórssyni, sera Arna Jónssyni, sera Jóni Þorleifssyni, hverir eð setja sín innsigli með mínu hér fyrir neðan þetta gjörníngsbréf, hvert eð skrifað var á Kirkjubóli í Lángadal þann fyrsta þriðjudag eptir Maríumessu fyrri, árum eptir CHristi fæðing m.dc.ij.[1]