Jón Jónsson, Sléttu

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Jón Jónsson. Fæddur um 1765. Dáinn 26. ágúst 1811.

Ekki verður með neinni vissu sagt, hverra manna Jón hefur verið. Hann gæti hafa verið sonur Jóns Jónssonar á Látrum, en getur líka hafa verið aðfluttur.

Kona: Herdís, fædd um 1766, dáin 22. maí 1836, Gísladóttir, Bjarnasonar í Svansvík. Gísli mun hafa búið í Stakkdal síðustu ár sín. Sjá Stakkadal.

Börn: Sigurður Jónsson bóndi á Sléttu. Þorgerður Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir, átti Sigurð Guðmundsson hreppstjóra á Hesteyri. Jón Jónsson bóndi á Læk. Hjálmar Jónsson bóndi í Kjaransvík. Gísli Jónsson bóndi í Stakkadal. Júdit Jónsdóttir, átti fyrr Guðmund Sigurðsson bónda á Steinólfsstöðum, síðar Friðrik Jónsson bónda í Neðri Miðvík.

Jón Jónsson bjó í Stakkadal 1793-95. Bóndi á Stað 1795-1806. Bóndi á Sléttu 1806-1811.

Jón var skipseigandi og formaður í kaupstaðarferð þeirra séra Guðmundar Sigurðssonar frá Sléttu 26. ágúst 1811 og fórst þar. Ekkja hans bjó á Sléttu til 1817 eða lengur.