Pétur Jósefsson, Hlöðuvík
Jump to navigation
Jump to search
Pétur Jósefsson. F. um 1771, d. 10. júlí 1827.
Hann var sonur Jósefs Sigmundssonar og bróðir Sigmundar á Horni.
Kona: Sigríður, d. 12. júní 1830, Sigfúsdóttir frá Hanhóli í Bolungarvík.
Börn: Sigurfljóð Pétursdóttir, átti Eldjárn Sigurðsson húsmann í Hlöðuvík og síðar bónda á Hrafnsfjarðareyri. María Pétursdóttir átti Jón Árnason í Hlöðuvík. Kristján Pétursson, d. 12 okt. 1832, ókv. vinnumaður í Reykjarfirði á Ströndum.
Pétur bjó á Álfsstöðum 1801-16. Bóndi á Bjarnarnesi 1819-20. Bóndi í Hlöðuvík 1820-26. Fluttist þá að Hrafnsfjarðareyri og dó þar.