Staðarhóll

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Staðarhóll er nefndur í búnaðarskýrslum 1790-1791 og 1795. Þar hefur verið fáfengilegur búskapur, 1790 aðeins fjórar kindur, en 1795 1 kýr, 13 kindur og 1 hestur. Sr. Jón Eyjólfsson segir um hjáleigu þessa

Staðarkot, eður Kotið eður Staðarhóll var byggður úr Staðartúni og var 2½ Hdr. að dýrleika. Hann var byggður hér um 1800, en 1812, þegar prestaskipti urðu, var kotið tekið af, því það þótti skerða túnið.

Trúlegt er, að bændur, sem bjuggu með Staðarpresti, 1805 og 1810 (sjá Ábúð og afkoma) hafi búið í þessu koti, þótt það sé þar ekki nefnt á nafn.