Stefán Sigurðsson, Hlöðuvík
Stefán Sigurðsson. F. 1836. D. 13. maí 1899.
Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi á Sléttu og fyrri kona hans Sigríður Sigurðardóttir.
Kona: 4. sept. 1857, Guðrún f. 19. ágúst 1834, d. 9. febr. 1916, Ísleifsdóttir, Ísleifssonar á Hesteyri, systir Ísleifs Ísleifssonar í Hlöðuvík.
Börn: Rebekka Stefánsdóttir, átti Þórð Bjarnason frá Hesteyri. Gunnvör Stefánsdóttir dó ung. Sigríður Stefánsdóttir, átti Jóhann Jóhannesson oddvita á Látrum. Fóstursonur þeirra Stefáns og Guðrúnar var Guðmundur Þorkelsson bóndi á Geirastöðum í Árnesbyggð í Nýja-Íslandi.
Stefán bjó í Hlöðuvík 1858-85, reisti nýbýlið Búðir í Hlöðuvíkurlandi 1870 og bjó þar. Fluttist síðan byggðin þaðan, en gamli bærinn í Hlöðuvík lagðist niður. Stefán fluttist að Látrum 1885, en þaðan til Vesturheims 1887. Þar andaðist Stefán og kona hans.
Stefán var sagður vel efnaður, þegar hann fluttist úr Hlöðuvík.