Ólína Tómasdóttir, Hlöðuvík

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 18. nóvember 2012 kl. 00:00 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2012 kl. 00:00 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Ólína Tómasdóttir. F. 31. október 1856. D. 23. desember 1935.

Foreldrar: Tómas Ásgrímsson bóndi á Nesi í Grunnavík og kona hans Rebekka Jónsdóttir. Systir Jakobs Tómassonar.

Maður 1: Ólafur Helgi Árnason, drukknaði 8. sept. 1892.

Barn: Soffía Ólafsdóttir, kona Sæmundar Brynjólfssonar hreppstjóra á Kletti í Gufudalssveit.

Maður 2: 26. sept. 1897, Híram Eiríkur, f. 1876, d. 27. janúar 1918, Veturliðason, Vagnssonar á Dynjanda.

Barn: Margrét Rebekka, f. 14. maí 1899 Híramsdóttir. Hún var heitkona Helga Guðmundssonar úr Stakkadal og átti með honum barn, en Helgi drukknaðir frá Ísafirði 19. okt. 1929. Margrét átti síðar Magnús Ásgeirsson úr Súðavík.

Þau Ólína og Ólafur fyrri maður hennar bjuggu á Nesi í Grunnavík. Hún fluttist ekkja að Búðum í Hlöðuvík 1895 og þar giftist hún ráðsmanni sínum, Hírami Veturliðasyni. Þau bjuggu að Búðum til 1900, fluttust þá að Steinólfsstöðum og þaðan eftir nokkur ár til Hnífsdals.