Ólafur Þorsteinsson, Rekavík bak Höfn

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Þorsteinsson. F. um 1783. D. 25. febrúar 1820.

Foreldrar: Þorsteinn Stefánsson bóndi í Hælavík, síðar í Höfn og fyrri kona hans Guðný Snorradóttir.

Kona: Elísabet, f. um 1785, d. 8. apríl 1859, Hallvarðsdóttir, Jónssonar í Kvíum. Hún átti síðar Snorra Brynjólfsson í Hælavík.

Börn þeirra Ólafs dóu ung. Dóttir Ólafs áður en hann kvæntist mun hafa verið Guðrún Ólafsdóttir seinni kona Guðmundar Halldórssonar í Tungu.

Ólafur bjó í Höfn 1810, en hóf búskap í Rekavík 1811 og bjó þar til dánardags. Ekkja hans bjó þar áfram til 1822.