Þórður Bjarnason, Látrum
Þórður Bjarnason. F. 11. nóvember 1848. D. 9. júlí 1933.
Foreldrar: Bjarni Þorsteinsson bóndi á Langavelli á Hesteyri og seinni kona hans Guðfinna Jónsdóttir.
Kona: 8. sept. 1880, Rebekka, f. 3. ág. 1860, d. 7. febr 1954, Stefánsdóttir, Sigurðssonar bónda í Hlöðuvík.
Börn: Guðrún Sigurfljóð Þórðardóttir, f. 7. febr. 1884, d. 1934, átti Martein Jónsson, búsett í Kanada. Bjarni Guðleifur Þórðarson, f. 1888, d. 18. nóve. 1965, óvk. Ragnheiður Helga Þórðardóttir, f. 14. sept 1894, átti Alexander Thornton, bjuggu í Kanada. Stefanía Elenþóra Þórðardóttir, f. 18. júlí 1899, d. 29. okt. 1964, hjúkrunarkona, giftist ekki. Þórður Þorsteinn Þórðarson, f. 25. febr. 1902, kvæntist ekki, búsettur á Gimli í Kanada.
Þórður Bjarnason var búsettur á Búðum í Hlöðuvík 1880-85. Bóndi á Látrum 1885-87. Hann fluttist til Vesturheims 1887, bjó fyrst á Fagrabakka í Árnesbyggð, en síðar á Skíðastöðum í sömu byggð.