Þorsteinn Jónsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Séra Þorsteinn Jónsson. Fæddur (1570). Dáinn eftir 1643.

Foreldrar (taldir): Jón Þorsteinsson nyrðra og Margrét Tómasdóttir ábóta að Munka-þverá, Eiríkssonar.

Kona: Margrét. Börn þeirra: Jón eldri á Melgraseyri, Jón yngri líklega í Tungu í Skutulsfirði, Gizur, Guðmundur, Þórvör átti Bjarna Þormóðsson, Tumasonar að Arnbjargarlæk, Margrét átti Þorvald Magnússon, Ingibjörg f. k. síra Árna Kláussonar.


Þorsteinn Jónsson fékk kall á Stað 11.8.1596.

Talinn hafa komið að norðan með Þóru Jónsdóttur (á Holtastöðum, Björnssonar), sem átti síra Snæbjörn Torfason á Kirkjubóli 1594; gæti hann þá hafa orðið heimilisprestur þar, en fekk Stað í Aðalvík 11. ág. 1596 og er þar enn prestur 21. ág. 1643. Síra Snæbjörn á Kirkjubóli gaf Stað í Aðalvík til prestseturs 1602, hvort sem til hefir dregið vinátta við síra Þorstein eða ekki. Erfðaeign síra Þorsteins (og bróður hans, Tómasar) var Hnífsdalur, en þar bjó Helga Tómasdóttir ábóta, eftir að hún hætti fylgilagi við Árna sýslumann Gíslason, meðan hann var að Hóli í Bolungarvík, síðar að Hlíðarenda. Hnífsdal skipti síra Þorsteinn 3. maí 1622 fyrir aðrar jarðir. Kona nefnd Margrét (föðurnafn eigi greint). Börn þeirra: Jón eldri á Melgraseyri, Jón yngri líkl. í Tungu í Skutulsfirði, Gizur, Guðmundur, Þórvör átti Bjarna Þormóðsson, Tumasonar að Arnbjargarlæk, Margrét átti Þorvald Magnússon, Ingibjörg f. k. síra Árna Kláussonar (HÞ.; SGrBf.).[1]


  • Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, bls. 212