Arnór Ebenezersson, Rekavík bak Höfn

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Arnór Ebenezersson. F. 1823. D. 13. júlí 1870.

Foreldrar: Ebenezer Ebenezersson bóndi á Dynjanda og Guðrún Einarsdóttir ógift heimasæta í Kjós

Arnór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, en þau fluttust að Horni, þegar Arnór var barn að aldri.

Kona: 15. sept. 1844, Bjargey, f. 5. nóv. 1824, d. 7. júní 1866, Einarsdóttir Sigurðssonar bónda á Horni.

Börn: Guðfinna Arnórsdóttir kona Kristján Jónssonar bónda í Höfn og Hælavík. Ebenezer Arnórsson, átti Margréti Bjarnadóttur frá Sandeyri. Þau bjuggu í Meirahrauni í Skálavík. Þaðan drukknaði Ebenezer 1884. Ingveldur Arnórsdóttir, átti Ólaf Bjarnason í Bolungarvík. Sonur þeirra var Ragúel Bjarnason byggingarmeistari í Noregi. Matthildur Arnórsdóttir, átti Guðna Jósteinsson bónda á Atlastöðum. Guðrún Arnórsdóttir, kona Eiríks Gídeonssonar á Oddsflöt í Grunnavík. Elín Arnórsdóttir átti Sigmund Hagalínsson bónda á Oddsflöt í Grunnavík. Salóme Arnórsdóttir giftist ekki. Kristín Arnórsdóttir, kona Sigurðar Friðrikssonar á Læk.

Arnór var húsmaður á Horni 1845-48 og aftur húsmaður þar 1861-1863. Húsmaður í Höfn 1849 og 1863-64. Bóndi í Rekavík 1850-61. Hann fluttist til Bolungarvíkur 1864-64 og andaðist þar. Arnór var sagður vel gefinn og listasmiður.