Baldvin Sigfússon, Horni

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 20. september 2011 kl. 22:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2011 kl. 22:38 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Baldvin Sigfússon (fæddur 1847) færð á Baldvin Sigfússon, Horni)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Baldvin Sigfússon. F. 10. september 1847. D. 4. apríl 1928.

Foreldrar: Sigfús Rafnsson og Sigríður Stígsdóttir vinnuhjú á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi.

Kona: 18. september 1873, Lovísa, f. 4. maí 1843, d. 18. september 1924, Jónsdóttir, Gíslasonar í Höfn. Þau barnlaus. Fóstursynir þeirra voru Baldvin Jakobsson í Hælavík og Sigmundur Falsson skipasmiður á Ísafirði.

Baldvin var fyrst í húsmennsku í Höfn 1873-83. Bóndi í Reykjafirði á Ströndum og Bjarnanesi 1883-1900. Húsmaður á Horni 1900-1912. Húsmaður í Hælavík 1912-20. Þau hjón voru síðast heimilisföst á Búðum í Hlöðuvík og önduðust þar bæði.