Bjarni Jónsson, 1678

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Jónsson. Fæddur um 1678. Var á lífi 1735. Faðir hans var Jón Ólafsson bóndi á Hesteyri. Um móður hans er ekki vitað.

Bjarni átti hluta í Hesteyri og mun hann hafa fengið hann í arf eftir föður sinn. Ekki er vitað hver kona hans var, nú um börn hans. Komið gæti þá til greina, að Jón Bjarnason á Hesteyri hefði verið sonur hans, en það er aðeins ágizkun. Bjarni var orðinn bóndi á Hesteyri 1710 og bjó þar til 1735. Hvort hugsazt gæti, að hann væri Bjarni sá Jónsson, sem sagt er um að síðast hafi búið í Fljóti og var maður Elínar Þórarinsdóttur, sjá Tungu, skal ekki um sagt.


Viðbætur:

Móðir Bjarna var Sigríður Bjarnadóttir.[1]