Einar Oddsson, Hlöðuvík

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Einar Oddsson. F. 14. apríl 1831. D. 2. maí 1866.

Foreldrar: Oddur Jónsson og Margrét Einarsdóttir, ógift vinnuhjú á Stað í Aðalvík.

Kona: 1. okt. 1854, Guðríður, f. 27. maí 1831, Jónsdóttir, Jónssonar í E. Miðvík.

Börn þeirra, sem fæddust í Hlöðuvík, dóu öll ung. Dóttir þeirra var Katrín Hermannía Einarsdóttir, fyrri kona Baldvins Þorsteinssonar í Þverdal.

Einar var við bú í Hlöðuvík 1854-60, en fluttist vestur í Skutulsfjörð 1860 og var síðast húsmaður í Arnardal. Hann var formaður á báti úr Bolungarvík vorið 1866 og fórst þaðan ásamt fjórum hástum í mannskaðaveðri miklu 2. maí.