Guðbjörg Jónsdóttir, Hesteyri

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Jónsdóttir. Fædd um 1758. Var á lífi 1816.

Hún var dóttir Jóns Kolbeinssonar á Hesteyri. Hún átt fyrr þann mann, er Bjarni hét. Ef til vill hefur það verið sá Bjarni Þórðarson, sem var þingvottur á Sléttu.

Sonur þeirra var Andrés Bjarnason, fæddur um 1777. Hann var vinnumaður hjá móður sinni 1801, en eftir það er ekki um hann vitað.

Guðjbörg bjó ekkja á Hesteyri 1787-88, er hún giftist Eyjólfi Snjólfssyni.