Guðjón Jónsson, Rekavík bak Höfn

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Jónsson. F. 1. maí 1864. D. 21. sept. 1905.

Foreldrar: Jón Björnsson vinnumaður á Ísafirði, síðast bóndi í Kjaransvík, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir.

Bústýra Guðjóns var Svanfríður Kristjánsdóttir frá Steinólfsstöðum, f. 27. ág. 1858, d. 4. ág. 1938. Sonur þeirra: Kristján Jón Guðjónsson, f. 19. nóv. 1896, sjómaður í Bolungarvík.

Guðjón var húsmaður í Kjaransvík 1896, húsmaður í Rekavík 1901, en fluttist skömmu síðar á Laugarnesspítala í Reykjavík og andaðist þar. Guðjón var sagður hraustmenni að burðum. Svanfríður bústýra hans fluttist til Bolungarvíkur 1910 og átti þar heima síðan.