Munur á milli breytinga „Guðmundur Þorvaldsson, Kjaransvík“

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search
(Ný síða: <noinclude>'''Guðmundur Þorvaldsson'''</noinclude><includeonly>Guðmundur Þorvaldsson</includeonly>. F. 16. júní 1844. D. 4. ágúst 1925. ...)
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 8. ágúst 2015 kl. 13:08

Guðmundur Þorvaldsson. F. 16. júní 1844. D. 4. ágúst 1925.

Foreldar: Þorvaldur Jónsson bóndi á Hrafnfjarðareyri og kona hans Kristín Sigurðardóttir.

Kona: Svanborg, f. 6. ágúst 1846, d. 27. nóv. 1931, Rósinkarsdóttir, Bjarnasonar bónda á Steinólfsstöðum.

Börn: Bæring Guðmundsson bóndi á Álfsstöðum, varð úti ásamt öðrum manni á Skorarheiði 30. jan. 1903. Þorbjörn Guðmundsson húsmaður í Kjaransvík. Fósturbörn þeirra hjóna voru Vagn Jónatan Jónsson húsmaður á Látrum og Hansína Bæringsdóttir sonardóttir þeirra, átti Jónas Finnbogason bónda í Bolungarvík á Ströndum.

Guðmundur bjó fyrst á Nesi í Grunnavík, síðar á Sútarabúðum og Álfsstöðum. Bóndi í Kjaransvík 1903-1921. Húsmaður á Látrum frá 1921 til æviloka. Guðmundur var seinasti ábúandinn í Kjaransvík.