Helgi Einarsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Séra Helgi Einarsson. Fæddur 1751. Dáinn 2. september 1816.

Foreldrar: Einar lögréttumaður Haflíðason í Þrándarholti og kona hans Sigríður Jónsdóttir að Stóra-Núpi.

Kona: 26. september 1776, Guðrún f. um 1754, dáin 22. júní 1806, Árnadóttir, Ólafssonar prests í Gufudal.

Börn: Árni Helgason stiftsprófastur í Görðum. Hann fæddist á Stað í Aðalvík. Hafliði Helgason, dó ungur í skóla. Sigríður Helgadóttir, átti Guðmund Ketilsson verzlunarmann á Ísafirði. Þóra Helgadóttir, átti Einar Hákonarson í Hnífsdal. Helgi Helgason stúdent og verzlunarmaður, síðast bóndi í Njarðvík. Einar Helgason trésmiður í Reykjavík.

Séra Helgi varð stúdent úr Skálholtsskóla 1774, fékk Stað í Aðalvík 1775 og var þar prestur í fjögur ár. Fékk Stað í Grunnavík 1779, Eyri í Skutlusfirði 1795. Hann var prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1807, sagði af sér prestskap 1809.

Séra Helgi var fríður sýnum, valmenni og allgóður kennimaður, en sagður nokkuð drykkfelldur.