Jón Þorvaldsson, læknir
Jón Þorvaldsson, læknir. Fæddur 15. júlí 1867. Dáinn 3. júní 1933.
Foreldrar: Þorvaldur Jónsson, læknir á Ísafirði og kona hans Þórunn Jónsdóttir.
Kona 1: 3. september 1897, Guðrún Nielsen, dáin 6. maí 1899, dóttir Peders Nielsen verkfræðings og síðar ráðherra í Noregi. Barnlaus.
Kona 2: 29. ágúst 1902, Martha Guðrún, fædd 2. desember 1875, dáin 24. febrúar 1942, Sigurðardóttir, Bachmanns kaupmanns á Patreksfirði. Barnlaus.
Fósturbörn þeirra voru Högni Björnsson læknir og Hulda Jónsdóttir Snæbjörnsen kona Högna Björnssonar.
Jón Þorvaldsson varð stúdent 1888, kandidat í læknisfræði í Reykjavík 1892. Varð héraðslæknir á Hesteyri 1901. Fékk lausn frá embætti 1933 og dó sama ár nýfluttur til Reykjavíkur. Hann var í mörg ár oddviti Sléttuhrepps og lengi póstafgreiðslumaður, fékkst einnig við kennslu á fyrstu árum sínum á Hesteyri.