Jón Jónsson, Sléttu
Jón Jónsson. Fæddur um 1765. Dáinn 26. ágúst 1811.
Ekki verður með neinni vissu sagt, hverra manna Jón hefur verið. Hann gæti hafa verið sonur Jóns Jónssonar á Látrum, en getur líka hafa verið aðfluttur.
Kona: Herdís, fædd um 1766, dáin 22. maí 1836, Gísladóttir, Bjarnasonar í Svansvík. Gísli mun hafa búið í Stakkdal síðustu ár sín. Sjá Stakkadal.
Börn: Sigurður Jónsson bóndi á Sléttu. Þorgerður Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir, átti Sigurð Guðmundsson hreppstjóra á Hesteyri. Jón Jónsson bóndi á Læk. Hjálmar Jónsson bóndi í Kjaransvík. Gísli Jónsson bóndi í Stakkadal. Júdit Jónsdóttir, átti fyrr Guðmund Sigurðsson bónda á Steinólfsstöðum, síðar Friðrik Jónsson bónda í Neðri Miðvík.
Jón Jónsson bjó í Stakkadal 1793-95. Bóndi á Stað 1795-1806. Bóndi á Sléttu 1806-1811.
Jón var skipseigandi og formaður í kaupstaðarferð þeirra séra Guðmundar Sigurðssonar frá Sléttu 26. ágúst 1811 og fórst þar. Ekkja hans bjó á Sléttu til 1817 eða lengur.