Kristinn Plató Grímsson

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 18. september 2011 kl. 18:45 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 18. september 2011 kl. 18:45 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Kristinn Plató Grímsson. F. 16. október 1894. D. 27. maí 1966.

Foreldrar: Grímur Bjarnason húsmaður á Horni og kona hans Elísa Ólafsdóttir. Kristinn ólst upp á Horni hjá Elíasi Einarssyni.

Kona: 14. júní 1919, Guðný f. 1. september 1888, Halldórsdóttir, Þeófilussonar í N.Miðvík.

Börn: María Ólína Kristinsdóttir, f. 15. janúar 1920, gift Hreiðari Guðlaugssyni verkstjóra í Reykjavík. Guðrún Elín Kristinsdóttir, f. 5. nóvember 1923, átti Torfa Þ. Ólafsson prentara í Reykjavík. Kristinn Elías Magnús Kristinsson, f. 6. janúar 1933, yfirbókari í reykjavík, kvæntur Svanhildi Egilsdóttur.

Dóttir Guðnýjar áður en hún giftist, Guðveig Nielsen gift Gunnari Vilhjálmssyni.

Fósturbörn þeirra hjóna voru Guðmundur Snorri Júlíusson og Gróa Alexandersdóttir.

Kristinn bjó á Horni 1919-1946. Hann fluttist þá til Ísafjarðar og var þar búsettur allmörg ár, en fluttist síðar til Reykjavíkur og andaðist þar. Iðju- og dugnaðarmaður.