Ljóðabréf Hallvarðs Hallsonar

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 21. september 2011 kl. 23:10 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2011 kl. 23:10 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
Jump to navigation Jump to search

Efni birta mitt skal mál
í mærðar blandi …

[Ef að greina eg skal þér í efnum vöndum
eyðiplássið allt á Ströndum,
ólíkt er það Suðurlöndum.

Á Hornströndum ekki jörðin ört er gróin.
Hæst eru fjöllin helzt við sjóinn;
hafa þau á sér jökulsnjóinn.

Víða er þar vandasamt og vegur stríður
allt um kring, á allar síður,
enginn maður hestum ríður.

Sjódraugarnir bæði bæi og byggðir kanna,
álíkt fyrir augum manna
eins og flokkur bjargbúanna.]

[Á Almenningum allt um kring sem enn er vandi
víða sér þar viður á landi
vel sandorpinn óþrjótandi.]

[Leit ég síðan Hornbæ, Höfn og háa sanda,
en á svið til hægri handar
Hælavíkurbjargið standa.]

[Kátlegt er það,kynni eg þér,minn kæri vinur,
Hornbjarg undir harðast stynur,
þá Hælavíkurbjargið hrynur.]

[Áður fyrr, þá allt var byggt í eyðilöndum,
í helgidómsins heiðri vöndum
í Höfn var kirkja gjörð á Ströndum

Eftir vana sannleiks settum söngur versa,
yfirvaldið bauð að blessa
bæði haust og vor var messað.

Vígður garður veggjalaus þar var til búinn,
leiðin síðan liggja rúin,
landsins eftir venju snúin.

Þessi bygging orðin er í auðnu tómi
nú á tíðum sér ei sómi
svo sem fyrr í heiðnidóm.]

… þeir sem lesa hald til góða. Endir