Páll Björnsson, Hlöðuvík

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Páll Björnsson. Talið hefur verið, að Páll Björnsson í Reykjarfirði, faðir Sigurðar Pálssonar á Horni og forfaðir svonefndar Pálsættar í Strandasýslu, hafi búið í Hlöðuvík. En ég tel það vafasamt. Páll komst í leiðinda-mál í Reykjarfirði 1769. Þó lítið eða ekkert sannaðist á hann, hlaut hann mikla hrakninga og var að lokum dæmdur í tveggja ára betrunarhúsvist í Reykjavík. Hann slapp úr þeirri fangavist 1776. Kann að vera, að hann hafi búið nokkur ár þar á eftir í Hlöðuvík, en um 1780 var Jón Þorkelsson farinn að búa þar.