Munur á milli breytinga „Páll Björnsson, Reykjafirði á Ströndum“

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search
(Alþingisbók Íslendinga 1771)
 
Lína 60: Lína 60:
 
<blockquote>
 
<blockquote>
 
<center>Num. XXVII</center>
 
<center>Num. XXVII</center>
Sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson lætur hér með lýsa Páli Björnssyni, beskulduðum fyrir moð hórgetins barns síns, burtstroknum úr fangelsi af sýslumannsins heimili, Hóli. Hans auðkenni eru þessi:
+
Sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson lætur hér með lýsa Páli Björnssyni, beskulduðum fyrir morð hórgetins barns síns, burtstroknum úr fangelsi af sýslumannsins heimili, Hóli. Hans auðkenni eru þessi:
  
 
Maður á meðalhæð, grannleitur í andliti og blóðdökkur, svartur í auga-brúnum, þykk-nefjaður á framnefi, æðaber á handabökum, með svörtum blett á annarar handar þumalfingri undir nöglu.  
 
Maður á meðalhæð, grannleitur í andliti og blóðdökkur, svartur í auga-brúnum, þykk-nefjaður á framnefi, æðaber á handabökum, með svörtum blett á annarar handar þumalfingri undir nöglu.  

Núverandi breyting frá og með 1. desember 2012 kl. 19:12

Páll Björnsson var faðir Sigurðar Pálssonar á Horni. Hann var dæmur fyrir barnsmorð. Í Sléttuhreppsbókinni segir:

Páll komst í leiðinda-mál í Reykjarfirði 1769. Þó lítið eða ekkert sannaðist á hann, hlaut hann mikla hrakninga og var að lokum dæmdur í tveggja ára betrunarhúsvist í Reykjavík. Hann slapp úr þeirri fangavist 1776.

Í Alþingisbókum kemur fram að hann hafi verið sekur fundinn í héraði og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Alþingi breytir dómnun í dauðadóm, en yfirréttur vísar málinu aftur í hérað. Hérðsdómur dæmir hann aftur sekan sem Alþingi staðfestir. 1771 hefur Páll sloppið úr vörslu sýslumanns, sem lætur lýsa eftir honum á Alþingi.


Alþingisbók Íslendinga 1769

Num. XXIV

Sama eftirmiðd. mætti fyrir réttinum sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson og framlagði hérapsprocessa og dóma af 27. Aprilis næstliðna og 28. Junii a. c. að Stað í Grunnavík yfir delinkvents persónum, Páli Björnssyni og Guðríði Vilhjálmsdóttur, í hvers slutningu þau fyrir begengið duls-mál eru soleiðis dæmd, að hann skuli erfiða í fangelsi sína lífs-tíð, en hún í tugthúsi í 8 ár; upplesinn og uppáskrifaður, not. lit. A.

Mætti sýslumaðurinn Jón Helgason og framlagði hr. amtmannsins ordre til sín dags dato að ganga í rétt delinqventerne til forsvars, upplesnar og uppáskrifaðar sub lit. B.

Delinkvents persónurnar fyrir réttinum examineraðar meðkenna rétt eins og allt hið sama sem í héraðsprocessen er innfært.

Sýslumaðurinn Erlendur uppástendur, að héraðs-dómurinn verði confirmeraður, sen sýslumaðurinn Jón Helgason, að hann verði modereraður, sérdeilis í henseende til delinqventen Páls, þar hönum sé ekki yfirbevísað, að hann hafi grandað lífi barnsins, en barns-móðirin mætti að mestu eður öllu leyti fríkennast, þar henni sé ekki yfirbevísuð nokkur intention til að leyna barnsfæðingunni, heldur hafi verið stödd í því plátzi, sem hún gat engan fengið sér til þénustu eður hjálpar nema barnsföðurinn Pál.

Víðara sögðust partarnir ekki hafa að framfæra undir endilegan dóm. [1]

Num. XXVII

Þann 17.6 Julii settist í lögréttu hr. lögmaðurinnn Sölvason og afsagði 3 eftirfylgjandi dóms-slútningar:

...

3. Í dulmáls sökinni úr Ísafjarðar sýslu.

Með gjörðri besigteles forettningu að Stað við Grunnavík þann 28. Junii þessa árs á þeim dauðfundna barns líkama, sem Páll Björnsson og Guðríður Vilhjálmsdóttir eru foreldrar að, er það klárt og bevísað, að barnsins höfuð-skel fyrirfannst brotin í þrjá parta, í hverjum gjörningi enginn annar kann vera sekur en sjálfur barns-faðirinn, sem alleinn var yfirverandi, þegar barnið fæddist, og meðkennir sig að hafa það grafið. Barns-móðirin, þó hún hafi sig afsakað frá allri meðvitund í so vondri meðhöndlan hennar barns-líkama, kann samt ekki að fríkennast fyrir dulsmálinu; heldur skulu þau, bæði Páll Björnsson og Guðríður Vilhjálmsdóttir, fyrir begengið dulsmál og barns-morð eftir laganna 6. b. 6. cap. 7. art. missa sinn háls og þeirra höfuð á stjaka uppsetjast, hvör dómur innstillist til landsins yfir-réttar víðari uppákenningar. [2]

Alþingisbók Íslendinga 1770

Num. 14.

Þann 14da Julii settist hr. lögmaðurinn Sölvason í lögréttu. Mætti so sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson og framlagði eina lögþingis stefnu af dato 13. hujus, hvar inni stefnast delinqventerne Páll Björnsson og Guðríður Vilhjálmsdóttir að forsvara sína barneignar dulsmáls sök og dóm að líða. Sýslumaðurinn Erlendur stefnist og að forsvara sinn yfir nefndum delinqventer afsagða héraðsdóm, sem stefnan framar með sér ber, upplesin og uppáskrifuð, not. lit. A.

Stefnan hefur delinqventerne vottanlega auglýst verið, sem hennar uppáskrift sýnir.

Því næst framlagði sýslumaðurinn Erlendur process og dóm í þessari dulsmáls sök, genginn að Stað við Grunnavík þann 27. Junii næstliðna, hvar með að nýju er staðfestur sá héraðsdómur sem árið 1769, þann 28. Junii, yfir nefndum delinqventer gengið hefur, sem processen með sér ber, upplesinn og uppáskrifaður sub lit. B.

Klausturhaldarinn Sigurður Ólafsson mætir sem forsvarsmaður7 delinkventanna Páls og Guðríðar eftir hr. amtmannsins ordre af 13. hujus, sem upplesnar not. lit. C.

Sýslumaðurinn Erlendur uppástendur, að sinn héraðsdómur verði confirmeraður. Klausturhaldarinn Sigurður þar í mót vonar, að dómurinn modereist, so sem það sé ei bevísað, að delinqventen Páll hafi barnsins höfuðskel brotið.

Delinqventerne fyrir réttinum nálæg meðkenna ekkert framar en héraðsprocessen með sér ber.

Málspartarnir sögðust ei hafa víðara að framfæra í sókn eður vörn undir endilegan dóm.[3]

Num. 16

Þann 16da Julii8 afsagði hr. lögmaðurinn Sveinn Sölvason eftirfylgjandi dómsslutningar:

...

1. Í dulsmálinu úr Ísafjarðar sýslu.

Þeir í þessari dulsmáls sök Páls Björnssonar og Guðríðar Vilhjálmsdóttur gengnu héarðs og lögþings dómar voru af landsins yfirrétti næstliðið ár óeftirréttanlegir álitnir og sökin þess vegna til betri rannsóknar í hérað heimvísuð, hvörju sýslumaður Erlendur Ólafsson hefur eftirlifað, en so sem hann hefur ei fundið nokkrar nýjar kringumstæður, so hefur hann og meðdómsmenn staðfest sinn héraðsdóm að nýju. Lögmaðurinn finnur þar fyrir engan raison að gjöra hér yfir nokkurn nýjan eður annan dóm, heldur forblífur sökin við það, sem áður var dæmt, og innstillist til yfirréttarins uppákenningar.[4]

Alþingisbók Íslendinga 1771

Num. XXVII

Sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson lætur hér með lýsa Páli Björnssyni, beskulduðum fyrir morð hórgetins barns síns, burtstroknum úr fangelsi af sýslumannsins heimili, Hóli. Hans auðkenni eru þessi:

Maður á meðalhæð, grannleitur í andliti og blóðdökkur, svartur í auga-brúnum, þykk-nefjaður á framnefi, æðaber á handabökum, með svörtum blett á annarar handar þumalfingri undir nöglu.

Vel á fót kominn, brúkar paruqve vegna óhreins höfuðs, nokkuð smámæltur, vel hagur á tré og járn, brúkar ekkert tóbak, vill halda sér til gildis í fatnaði, kippir öxlum, þá við menn talar, óskynsamur í orðum; ólesandi og óskrifandi, kann þó vel fingra rím.

Umbiðjast allir kongel. Maj. betientere að föye þann36 anstalt, hver í sinni sýslu, að hvar helzt Páll Björnsson finnast kann, verði hann tekinn og til sýslumanns Erlendar færður mót ánægjanlegum betalingi af hönum, samt doceur þeim til handa, er hann finnur og til fanga tekur. Þetta er daterað Hóli þann 5. Maji 1771 undir sýslumanns Erlendar Ólafssonar [5]


  1. Alþingisbækur Íslands XV. 1766-1780. Sögufélagið 1982. Bls. 141.
  2. Alþingisbækur Íslands XV. 1766-1780. Sögufélagið 1982. Bls. 143.
  3. Alþingisbækur Íslands XV. 1766-1780. Sögufélagið 1982. Bls. 199-200.
  4. Alþingisbækur Íslands XV. 1766-1780. Sögufélagið 1982. Bls. 199-200.
  5. Alþingisbækur Íslands XV. 1766-1780. Sögufélagið 1982. Bls. 270-271.