Pétur Tryggvi Jóhannsson, Rekavík bak Höfn

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 22. september 2011 kl. 22:41 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 22. september 2011 kl. 22:41 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Pétur Tryggvi Jóhannsson. F. 29. september 1870. D. 6. apríl 1905.

Foreldrar: Jóhann Halldórsson refaskytta, þá húsmaður á Nesi í Þverárhreppi, V. Húnavatnssýslu, síðar landnámsmaður og bóndi í Látravík við Horn, og kona hans Hómfríður Þorvaldsdóttir.

Kona: 1899, Petolína, f. 20. marz 1881, d. 31. des. 1911, Elíasdóttir, Guðmundssonar vinnumanns á Steinólfsstöðum og Svanfríðar Kristjánsdóttur.

Börn: Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík, Stefán Sölvi Pétursson bóndi í Rekavík, Bjargey Halldóra Pétursdóttir, kona Sigmundar Guðnasonar bónda í Hælavík. Bjarni Kristján Pétursson bóndi á Hesteyri. Pétur Tryggvi Pétursson, f. 28. júlí 1903, netagerðarmaður á Grænagarði í Skutlulsfirði.

Pétur Jóhannsson var húsmaður í Rekavík 1900-1904. Húsmaður í Hælavík 1904-1905. Greindur maður og hagmæltur.