Salman Jónsson, Kjaransvík
Jump to navigation
Jump to search
Salman Jónsson. F. 13. marz 1812. D. 2. júlí 1862.
Foreldrar: Jón Snorrason bóndi á Hesteyri, síðast bóndi í Rekavík bak Höfn og kona hans Silfá Sigurðardóttir.
Kona: 27. okt. 1839, Valdís, f. 1802, d. 26. maí 1888, Jósefsdóttir, Jósefssonar í Bolungarvík á Ströndum.
Börn: Svíalín Salmansdóttir, átti Friðrik Guðmundsson í Kjaransvík. Salóme Salmansdóttir átti Friðrik Steinsson frá Álfsstöðum. Þau bjuggu í Grunnavík.
Salman var húsmaður í Hlöðuvík 1840, bóndi í Kjaransvík 1850-55. Bóndi í Tungu 1855-60. Húsmaður í Rekavík bak Höfn, þegar hann lézt. „Ekki ógreindur, en sérvitur“