Sigmundur Ragúel Guðnason, Hælavík

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Sigmundur Ragúel Guðnason. F. 13. desember 1893.

Foreldrar: Guðni Kjartansson bóndi í Hælavík og kona hans Hjálmfríður Ísleifsdóttir.

Kona: 2. okt. 1920, Bjargey Halldóra, f. júní 1902, Pétursdóttir, Jóhannssonar úr Látravík, ólst upp hjá Kristjáni Jónssyni í Hælavík.

Börn: Pétur Sigmundsson, f. 1. sept. 1921, kvæntur Birnu Þorbergsdóttur, verkamaður á Hjalteyri í Eyjafirði. Guðný Hjálmfríður Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922, kona Reynis Jónssonar verkamanns í Keflavík. Petólína Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922 (þær tvíburar), átti Guðmund Ólaf Guðjónsson smið úr Þaralátursfirði. Hann fórst í Hornbjargi 1. júní 1954. Jón Þorkell Sigmundsdóttir, f. 11. janúar 1925, sjómaður í Bolungarvík, bjó á Horni 1951-52, kvæntur Huldur Eggertsdóttur úr Bolungarvík. Kjartan Hólm Sigmundsson, f. 22. des. 1927, sjómaður, kvæntur Maríu Hallgrímsdóttur frá Dynjanda í Jökulfjörðum. Guðfinna Ásta Sigmundsdóttir, f. 20. febrúar 1931, kona Jóns Guðmundssonar verkamanns í Keflavík. Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir, f. 20. maí 1933, kona Arnórs Jónssonar, búsett á Ísafirði. Trausti Sigmundsson, f. 24. nóv. 1937, ókvæntur.

Sigmundur var bóndi í Hælavík 1920-37. Bóndi í Rekavík 1937-1940. Bóndi í Höfn 1940-42. Vitavörður og bóndi í Látravík 1942-1947. Fluttist til Ísafjarðar 1947 og bjó þar síðan. Skáldmæltur. Ljóðabók hans, Brimhljóð, kom út 1955.