Snorri Björnsson, prestur

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Séra Snorri Björnsson. Fæddur 3. október 1710. Dáinn 15. júlí 1803.

Foreldrar: Björn Þorsteinsson bóndi í Höfn í Melasveit og kona hans Guðrún Þorbjarnardóttir.

Kona: 1750, Hildur Jónsdóttir, Einarssonar prests á Stað í Aðalvík, fædd 1727, dáin 1813.

Börn: Einar Snorrason bóndi í Múlakoti í Borgarfirði. Helga Snorradóttir átti fyrr Guðmundur Eiríksson, Nautabúi á Nautabúi, síðar Einar Sigurðsson á Sturlureykjum. Jakob Snorrason bóndi og smiður á Húsafelli. [[Kristín Snorradóttir, Hvítárvöllum|Kristín Snorradóttir], átti Sigurð Jónsson bónda á Hvítárvöllum. Guðrún Snorradóttir, giftist ekki, góður járnsmiður. Guðný Snorradóttir, giftist ekki, einnig góður smiður. Séra Björn Snorrason , aðstoðarprestur að Húsafelli.

Séra Snorri brautskráðist úr Skálholtsskóla 1733. Fékk Stað í Aðalvík 1741 og hélt það brauð til 1757, að hann fékk Húsafell í Borgarfirði og var þar prestur síðan. Við þann stað hefur hann venjulega verið kenndur.

Snorri Björnsson er fræg þjóðsagnapersóna. Hann var karlmenni að burðum, mikill íþróttmaður og smiður góður, gáfaður og reglusamur og skáld gott. Hann skrifaði fyrsta leikritið á íslenzku, sem hann kallaði „Sperðil“. Snorri orti allmikið. Til er eftir hann prentað: Rímur af Sigurði Snarfara, Jóhönnuraunir og rímur af Arnljóti Upplendingakappa. Þá eru kvæði eftir hann í íslenzkum gátum og skemmtunum.