Sæból
Efnisyfirlit
Ábúendur
Bjarni Ólafsson
Sigmundur Oddsson
Gísli Andrésson
Bjarni Jónsson
Lífgjarn Ólafsson
Olifer Bjarnason
Bjarni Bjarnason
Bjarni Bjarnason. Fæddur um 1707. Var á lífi 1775.
Ekki verður með vissu sagt, hverra manna Bjarni var. Hann gæti hafa verið sonur Bjarna Jónssonar í Görðum. Er það að ýmsu leiti líklegt. Bjarni bjó í Görðum 1735, en mun hafa verið kominn að Sæbóli 1744 og bjó þar síðan. Í bændatalinu 1762 er hann sagður 55 ára og virðist þá vera ókvæntur.
Bjarni hefur verið helsti forráðamaður sveitarinnar um alllangt skeið. Hann var orðinn hreppstjóri 1756, eða fyrr, og var það enn 1775. Hann hefur verið allvel efnaður og notið álits.
Sveinn Sveinsson
Sveinn Sveinsson. Fæddur 3. október 1874. Dáinn 15. júní 1915.
Foreldrar: Sveinn Sigvaldsson bóndi á Leifsstöðum í Húnaþingi og kona hans Ingibjörg Hannesdóttir.
Kona: 31. október 1902. Vigdís Veronika, fædd 7. ágúst 1881, dáin 12. maí 1968, Dósóþeusdóttir, Hermannssonar bónda í Görðum. Áttu ekki börn sem komust til þroska.
Sveinn var húsmaður á Sæbóli 1902-1903. Húsmaður í Görðum 1903-04. Húsmaður á Sæbóli 1904-10. Fluttist til Ameríku 1910 og andaðist þar. Ekkja hans kom heim til Íslands aftur 1915.