Munur á milli breytinga „Staður“
(→=Gunnar Sigurðsson) |
|||
(16 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
{{TOCright}} | {{TOCright}} | ||
Milli [[Nasi|Nasa]] og [[Lækjarfjall|Lækjarfjalls]] gengur fagur og grösugur dalur langt fram í hálendið. Fjöllin girða hann á báða vegu, há og brött, en fyrir botni hans er fjallgarður, lægri, og nokkurn veginn greiðfært upp úr honum á heiði þá, er liggur milli [[Aðalvík|Aðalvíkur]] og [[Slétta|Sléttu]]. Dalurinn heitir [[Staðardalur]]. Fyrir honum miðjum er laglegt stöðuvatn, langt (á að gizka 1 km), en mjótt. Úr því rennur [[Staðará]] til sjávar út úr mynni dalsins. Norðan vatnsins stendur kirkjustaðurinn og prestsetrið Staður. Þar er búsældarlegt, a.m.k. að sumarlagi, graslendi vítt og gróðursælt meðfram öllu vatninu og inn fyrir botn dalsins. Þessi dalur hreif [[Steingrímur biskup Jónsson|Steingrím biskup Jónsson]], er hann ferðaðist um Vestfirði sumarið 1790. Hann segir svo: | Milli [[Nasi|Nasa]] og [[Lækjarfjall|Lækjarfjalls]] gengur fagur og grösugur dalur langt fram í hálendið. Fjöllin girða hann á báða vegu, há og brött, en fyrir botni hans er fjallgarður, lægri, og nokkurn veginn greiðfært upp úr honum á heiði þá, er liggur milli [[Aðalvík|Aðalvíkur]] og [[Slétta|Sléttu]]. Dalurinn heitir [[Staðardalur]]. Fyrir honum miðjum er laglegt stöðuvatn, langt (á að gizka 1 km), en mjótt. Úr því rennur [[Staðará]] til sjávar út úr mynni dalsins. Norðan vatnsins stendur kirkjustaðurinn og prestsetrið Staður. Þar er búsældarlegt, a.m.k. að sumarlagi, graslendi vítt og gróðursælt meðfram öllu vatninu og inn fyrir botn dalsins. Þessi dalur hreif [[Steingrímur biskup Jónsson|Steingrím biskup Jónsson]], er hann ferðaðist um Vestfirði sumarið 1790. Hann segir svo: | ||
− | <blockquote>Fegurst var, að mér þókti, í [[Holt í Önundarfirði|Holti í Önundarfirði]], líka nokkuð í [[Vatnsfjörður|Vatnsfirði]], en af hinum öðrum var þó jafnfallegast í Aðalvík, því þar er dalurinn grasi vaxinn meir en annars staðar. Heyskapurinn | + | <blockquote>Fegurst var, að mér þókti, í [[Holt í Önundarfirði|Holti í Önundarfirði]], líka nokkuð í [[Vatnsfjörður|Vatnsfirði]], en af hinum öðrum var þó jafnfallegast í Aðalvík, því þar er dalurinn grasi vaxinn meir en annars staðar. Heyskapurinn var þar góður að nýtingu, en lítill að nokkru leyti að vöxtum, þar var skelfilega snöggt, ljáirnir ekki lengri en sem vænn melsigður. Skelfing var þar fyrir vestan af berjum.</blockquote> |
Elzta heimild um kirkju í Aðalvík er [[Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar|kirknaskrá]] [[Páll biskup Jónsson|Páls biskups Jónssonar]] frá 1200. Er ekki annað vitað en þar hafi æ síðan verið kirkja og prestsetur, þar til sóknin lagðist í eyði. Hér verður saga kirkjunnar ekki rakin, en reynt verður að gera grein fyrir sögu jarðarinnar á sama hátt og annarra jarða. | Elzta heimild um kirkju í Aðalvík er [[Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar|kirknaskrá]] [[Páll biskup Jónsson|Páls biskups Jónssonar]] frá 1200. Er ekki annað vitað en þar hafi æ síðan verið kirkja og prestsetur, þar til sóknin lagðist í eyði. Hér verður saga kirkjunnar ekki rakin, en reynt verður að gera grein fyrir sögu jarðarinnar á sama hátt og annarra jarða. | ||
− | Í [[Sturlunga|Sturlungu]] er getið [[Magnús prestur í Aðalvík|Magnúsar prests í Aðalvík]] og [[Snorri Magnússon|Snorra]], sonar hans, er gerðist fylgdarmaður [[Órækja Snorrason|Órækju Snorrasonar]], varð ósáttur við hann og fór aftur til föður síns. En Órækja fór til Aðalvíkur að Snorra. Snorri stökk af bænum „ok vildi til sjávar á gnúpinn milli Aðalvíkr og [[Miðvík|Miðvíkr]]. Þar mátti ekki ná honum“. Hefur Snorri þá verið vestan á [[Hvarfanúpur|Hvarfanúpi]]. Snorri náðist þó og var veginn. | + | Í [[Sturlunga|Sturlungu]] er getið [[Magnús prestur í Aðalvík|Magnúsar prests í Aðalvík]] og [[Snorri Magnússon|Snorra]], sonar hans, er gerðist fylgdarmaður [[Órækja Snorrason|Órækju Snorrasonar]], varð ósáttur við hann og fór aftur til föður síns. En Órækja fór til Aðalvíkur að Snorra. Snorri stökk af bænum „ok vildi til sjávar á gnúpinn milli Aðalvíkr og [[Miðvík|Miðvíkr]]. Þar mátti ekki ná honum“<ref>[https://baekur.is/bok/53a2d77b-e41a-4349-a91f-8aee5e9c1ece/1/434 Sturlunga saga]</ref>. Hefur Snorri þá verið vestan á [[Hvarfanúpur|Hvarfanúpi]]. Snorri náðist þó og var veginn. |
− | Elzti [[máldagi Aðalvíkurkirkju]] er frá 1286 og hefur kirkjan þá talizt eiga helming í heimalandi. Hið sama segir í [[Vilkinsmáldaga]] 1397. Árið 1458 er Staður í Aðalvík talinn meðal jarða [[Vatnsfjarðar Kristínar|Vatnsfjarðar Kristín]] Við skipti eftir [[Björn ríki|Björn ríka]] 1467 hefur Staður fallið í hlut [[Þorleifur Björnsson|Þorleifs]] og [[Árni Björnsson|Árna]], sona hans. | + | Elzti [[Máldagi Maríukirkju í Aðalvík|máldagi Aðalvíkurkirkju]] er frá 1286 og hefur kirkjan þá talizt eiga helming í heimalandi. Hið sama segir í [[Vilkinsmáldagi|Vilkinsmáldaga]] 1397. Árið 1458 er Staður í Aðalvík talinn meðal jarða [[Vatnsfjarðar Kristínar|Vatnsfjarðar Kristín]] Við skipti eftir [[Björn ríki|Björn ríka]] 1467 hefur Staður fallið í hlut [[Þorleifur Björnsson|Þorleifs]] og [[Árni Björnsson|Árna]], sona hans. |
Í erfðaskrá [[Solveig Björnsdóttir|Solveigar Björnsdóttur]] 1495 segir að hún gefi sonum sínum, [[Jón Pálsson|Jóni]] og [[Þorleifur Pálsson|Þorleifi]] (Pálssonum) Stað í Aðalvík fyrir hundarð hundraða „og hier med ogur og adaluik og jordum“. Solveig hefur þannig tekið Stað að erfðum eftir Þorleif, bróður sinn. Frá 1495 er einnig skrá um kirkjur, er [[Páll Jónsson á Skarði]], maður Solveigar, og Jón danur Björnsson áttu að svara fyrir, og er Aðalvík meðal þeirra. Áður er þess getið, að [[Björn Guðnason]] tók umboð af [[Ólafur Filipsson|Ólafi Filipussyni]] árið 1509 fyrir hönd sonar hans, [[Einar Ólafsson|Einars]], til arfstilkalls eftir Solveigu, og eru jarðir í Aðalvík taldar meðal þess fjár. [[Björn yngri Þorleifsson]] hefur þó talið sig eiga jörðina, því að hún var meðal jarða þeirra, er hann seldi [[Hans Kruko]] og [[Sunnifa|Sunnifu]] hústrú 1505. Staður hefur svo að sjálfsögðu orðið eitt af þrætueplum [[Björn Guðnason|Björns Guðnasonar]] og [[Björn Þorleifsson|Björns Þorleifssonar]], er naut fulltingis biskups. Skal sú saga ekki rakin hér nánar. En 10. marz 1529 keypti [[Ögmundur Pálsson biskup|Ögmundur biskup]] af [[Jóhann Kruko|Jóhanni Kruko]] allar jarðir, góss og peninga, er Hans, bróðir hans, hafði fengið frá Birni Þorleifssyni. Þó hefur þótt leika vafi á, að Staður væri lögmæt eign Jóhanns, því hann segir í afsalsbréfinu: | Í erfðaskrá [[Solveig Björnsdóttir|Solveigar Björnsdóttur]] 1495 segir að hún gefi sonum sínum, [[Jón Pálsson|Jóni]] og [[Þorleifur Pálsson|Þorleifi]] (Pálssonum) Stað í Aðalvík fyrir hundarð hundraða „og hier med ogur og adaluik og jordum“. Solveig hefur þannig tekið Stað að erfðum eftir Þorleif, bróður sinn. Frá 1495 er einnig skrá um kirkjur, er [[Páll Jónsson á Skarði]], maður Solveigar, og Jón danur Björnsson áttu að svara fyrir, og er Aðalvík meðal þeirra. Áður er þess getið, að [[Björn Guðnason]] tók umboð af [[Ólafur Filipsson|Ólafi Filipussyni]] árið 1509 fyrir hönd sonar hans, [[Einar Ólafsson|Einars]], til arfstilkalls eftir Solveigu, og eru jarðir í Aðalvík taldar meðal þess fjár. [[Björn yngri Þorleifsson]] hefur þó talið sig eiga jörðina, því að hún var meðal jarða þeirra, er hann seldi [[Hans Kruko]] og [[Sunnifa|Sunnifu]] hústrú 1505. Staður hefur svo að sjálfsögðu orðið eitt af þrætueplum [[Björn Guðnason|Björns Guðnasonar]] og [[Björn Þorleifsson|Björns Þorleifssonar]], er naut fulltingis biskups. Skal sú saga ekki rakin hér nánar. En 10. marz 1529 keypti [[Ögmundur Pálsson biskup|Ögmundur biskup]] af [[Jóhann Kruko|Jóhanni Kruko]] allar jarðir, góss og peninga, er Hans, bróðir hans, hafði fengið frá Birni Þorleifssyni. Þó hefur þótt leika vafi á, að Staður væri lögmæt eign Jóhanns, því hann segir í afsalsbréfinu: | ||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Staður hefur verið í bændaeign til ársins 1602. Það ár gaf [[Snæbjörn Torfason]] hann til kirkjustaðar með bréfi, dagsettu 16. ágúst. Fer það hér á eftir | Staður hefur verið í bændaeign til ársins 1602. Það ár gaf [[Snæbjörn Torfason]] hann til kirkjustaðar með bréfi, dagsettu 16. ágúst. Fer það hér á eftir | ||
− | <blockquote>Það gjöri eg Snæbjörn Torfason öllum góðum mönnum kunnugt, þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, að eg hef almáttugum guði til lofs og dýrðar lagt og gefið Stað í Aðalvík með öllum gögnum og gæðum til fjalls og fjöru, þeim sem honum og kirkjunni þar hafa fylgt að fornu og nýju, með fullum vilja og samþykki kvinnu minnar Þóru Jónsdóttur, guðs orði til uppheldis í þeirri sókn og þeim fátækum prestmanni sem staðurinn verður veittur, hver eg vil að þó sé svo fjáður og mannaður, að hann haldi staðnum við magt og hefð, og því sem kirkjunni tilkemur í kviku eður dauðu, eptir því sem kirkjunnar máldagi það útvísar, og héðan í frá sé þessi staður í forsjá og vernd biskupsins í Skálholti, þess sem nú er eður verðu kann hver eptir annan, frí og átölulaus fyrir mér og öllum mínum örfum, en veitist, svo sem áður skrifað er, fátækum og guðshræddum prestmönnum, sem vel og trúlega stunda sitt kall og embætti; og þennan minn gjörníng staðfesti ég nú með þessu mínu eigin bréfi, þessum vottum hjáverandi: sera Ólafi Halldórssyni, sera Arna Jónssyni, sera Jóni Þorleifssyni, hverir eð setja sín innsigli með mínu hér fyrir neðan þetta gjörníngsbréf, hvert eð skrifað var á Kirkjubóli í Lángadal þann fyrsta þriðjudag eptir Maríumessu fyrri, árum eptir CHristi fæðing m.dc.ij.</blockquote> | + | <blockquote>Það gjöri eg Snæbjörn Torfason öllum góðum mönnum kunnugt, þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, að eg hef almáttugum guði til lofs og dýrðar lagt og gefið Stað í Aðalvík með öllum gögnum og gæðum til fjalls og fjöru, þeim sem honum og kirkjunni þar hafa fylgt að fornu og nýju, með fullum vilja og samþykki kvinnu minnar Þóru Jónsdóttur, guðs orði til uppheldis í þeirri sókn og þeim fátækum prestmanni sem staðurinn verður veittur, hver eg vil að þó sé svo fjáður og mannaður, að hann haldi staðnum við magt og hefð, og því sem kirkjunni tilkemur í kviku eður dauðu, eptir því sem kirkjunnar máldagi það útvísar, og héðan í frá sé þessi staður í forsjá og vernd biskupsins í Skálholti, þess sem nú er eður verðu kann hver eptir annan, frí og átölulaus fyrir mér og öllum mínum örfum, en veitist, svo sem áður skrifað er, fátækum og guðshræddum prestmönnum, sem vel og trúlega stunda sitt kall og embætti; og þennan minn gjörníng staðfesti ég nú með þessu mínu eigin bréfi, þessum vottum hjáverandi: sera Ólafi Halldórssyni, sera Arna Jónssyni, sera Jóni Þorleifssyni, hverir eð setja sín innsigli með mínu hér fyrir neðan þetta gjörníngsbréf, hvert eð skrifað var á Kirkjubóli í Lángadal þann fyrsta þriðjudag eptir Maríumessu fyrri, árum eptir CHristi fæðing m.dc.ij.<ref>[https://baekur.is/bok/73e50ec4-ef8b-407f-bad2-f96cc8ba9446/1/158 Gjafabréf Snæbjörns Torfasonar]</ref></blockquote> |
Með þessari gjöf Snæbjarnar varð Staður kirkjustaður og beneficium, og hefur verið svo síðan. | Með þessari gjöf Snæbjarnar varð Staður kirkjustaður og beneficium, og hefur verið svo síðan. | ||
Lína 65: | Lína 65: | ||
==Ábúð og afkoma== | ==Ábúð og afkoma== | ||
+ | <div style="float:right; padding-left:0.5em"> | ||
+ | {| class="wikitable" | ||
+ | |+ Bústofn | ||
+ | !Ár | ||
+ | !Bændur | ||
+ | !Íbúar | ||
+ | !Nautgripir | ||
+ | !Sauðfé | ||
+ | !Hross | ||
+ | |- | ||
+ | |1710: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|13 | ||
+ | |style="text-align: right;"|82 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1787: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|14 | ||
+ | |style="text-align: right;"|7 | ||
+ | |style="text-align: right;"|88 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |- | ||
+ | |1790: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|16½ | ||
+ | |style="text-align: right;"|5 | ||
+ | |style="text-align: right;"|64 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |- | ||
+ | |1795: | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|24 | ||
+ | |style="text-align: right;"|8 | ||
+ | |style="text-align: right;"|82 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1805: | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|23½ | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|61 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1810: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|19 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|77 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1815: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|15 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|76 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1821: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|12 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|51 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1825: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|11 | ||
+ | |style="text-align: right;"|5 | ||
+ | |style="text-align: right;"|68 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1831: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|12 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|76 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1835: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|8½ | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|59 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1841: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|15 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|93 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1847: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|11 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|64 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1850: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|11 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|74 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1855: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|16 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|70 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1860: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|15 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1865: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|21 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|14 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1870: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|17 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|18 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1874: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|20 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|36 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1880: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|21 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|102 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |- | ||
+ | |1885: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|16 | ||
+ | |style="text-align: right;"|5 | ||
+ | |style="text-align: right;"|112 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |- | ||
+ | |1890: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|13 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|74 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |- | ||
+ | |1895: | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |style="text-align: right;"|17 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|92 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |- | ||
+ | |1900: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|11 | ||
+ | |style="text-align: right;"|5 | ||
+ | |style="text-align: right;"|56 | ||
+ | |style="text-align: right;"|38 | ||
+ | |- | ||
+ | |1905: | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|9 | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|49 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |- | ||
+ | |1910: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|11 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|70 | ||
+ | |style="text-align: right;"|8 | ||
+ | |- | ||
+ | |1914: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|9 | ||
+ | |style="text-align: right;"|6 | ||
+ | |style="text-align: right;"|36 | ||
+ | |style="text-align: right;"|5 | ||
+ | |- | ||
+ | |1942: | ||
+ | |style="text-align: right;" colspan="2"|(meðalt. 5 ára) | ||
+ | |style="text-align: right;"|4 | ||
+ | |style="text-align: right;"|45 | ||
+ | |style="text-align: right;"|3 | ||
+ | |} | ||
+ | |||
+ | {| class="wikitable" | ||
+ | |+Túnstærð og heyfengur | ||
+ | !Ár | ||
+ | !Tún dagsláttur | ||
+ | !Taða hestar | ||
+ | !Úthey hestar | ||
+ | |- | ||
+ | |1885: | ||
+ | |style="text-align: right;"|13 | ||
+ | |style="text-align: right;"|79 | ||
+ | |style="text-align: right;"|380 | ||
+ | |- | ||
+ | |1890: | ||
+ | |style="text-align: right;"|10 | ||
+ | |style="text-align: right;"|90 | ||
+ | |style="text-align: right;"|250 | ||
+ | |- | ||
+ | |1895: | ||
+ | |style="text-align: right;"|14¾ | ||
+ | |style="text-align: right;"|75 | ||
+ | |style="text-align: right;"|390 | ||
+ | |- | ||
+ | |1900: | ||
+ | |style="text-align: right;"|16¾ | ||
+ | |style="text-align: right;"|85 | ||
+ | |style="text-align: right;"|220 | ||
+ | |- | ||
+ | |1905: | ||
+ | |style="text-align: right;"|17 | ||
+ | |style="text-align: right;"|(ekki gefið upp) | ||
+ | |||
+ | |- | ||
+ | |1942: | ||
+ | |style="text-align: left;"|(meðalt. 5 ára) | ||
+ | |style="text-align: right;"|120 | ||
+ | |style="text-align: right;"|230 | ||
+ | |} | ||
+ | |||
+ | {| class="wikitable" | ||
+ | |+Skipa- og bátaeign | ||
+ | !Ár | ||
+ | !Tein- og<br> áttæringar | ||
+ | !Sex- og<br> fjögramannaför | ||
+ | !Minni<br> bátar | ||
+ | |- | ||
+ | |1787: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1790: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |- | ||
+ | |1795: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1805: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1810: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|2 | ||
+ | |- | ||
+ | |1815: | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1821: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |- | ||
+ | |1825: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1831: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1835: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|½ | ||
+ | |- | ||
+ | |1841: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1847: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1850: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1855: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1865: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |- | ||
+ | |1870: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |- | ||
+ | |1874: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |- | ||
+ | |1880: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |- | ||
+ | |1885: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |- | ||
+ | |1890: | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |style="text-align: right;"|1 | ||
+ | |style="text-align: right;"|— | ||
+ | |} | ||
+ | |||
+ | </div> | ||
+ | Það er skemmst af að segja, að Staður hefur verið prestsetur, svo lengi sem til er vitað, þegar prestur hefur á annað borð verið í sókninni, og hefur það oftast verið. En oft hafa auk þess einstakir bændur fengið leigðan part úr jörðinni, og svo var 1710. Þegar svo stendur á ,verða athugasemdalaust taldir tveir ábúendur í skránni hér á eftir. Árið 1703 hafa 11 manns verið í heimili hjá prestinum, og auk þess voru hjón með tvö börn í húsamennsku. Heimili þeirra er kallað „önnur hjáleiga frá Stað“ (þ.e. önnur en [[Lækur]]), en það hlýtur að vera ónákvæmt orðalag, því að þau eru nefnd húsfólk. Árið 1762 voru 8 manns á Stað, en venjulega var þar miklu fleiri fólk. Síðasti þjónandi prestur á Stað var [[sr. Finnbogi Kristjánsson]]. Hann þaðan til Hafnarfjarðar 1945. Samtímis sr. Finnboga bjó þar [[Árni Þorkelsson]]. Fluttist hann að [[Þverdal]] sama vor, og síðan hefur hið forna höfuðból legið í eyði. | ||
+ | |||
+ | Um aflaskýrslu er hér ekki að ræða, því árin 1897-99 hefur enginn bátur verið gerður út frá Stað. Eftir 1890 virðist sjósókn þaðan hafa fallið niður, án þess þó að séð verði, að búskapur hafi aukizt. | ||
==Hjáleigur== | ==Hjáleigur== | ||
+ | ===Hlíðarhús=== | ||
+ | {{:Hlíðarhús}} | ||
+ | |||
+ | ===Lúsastaðir=== | ||
+ | {{:Lúsastaðir}} | ||
+ | |||
+ | ===Staðarhóll=== | ||
+ | {{:Staðarhóll}} | ||
+ | |||
+ | ===Hlaðhús=== | ||
+ | {{:Hlaðhús}} | ||
+ | |||
+ | ===Tangi=== | ||
+ | {{:Tangi}} | ||
+ | |||
+ | Loks var svo '''[[Lækur]]''' enn ein hjáleiga frá Stað, en um hann verður rætt sérstaklega í sér kafla. | ||
==Ábúendur== | ==Ábúendur== | ||
+ | ===Séra Einar Ólafsson=== | ||
+ | {{:Einar Ólafsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Jón Svarthöfðason=== | ||
+ | {{:Jón Svarthöfðason}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Jón Einarsson=== | ||
+ | {{:Jón Einarsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Jón Pétursson=== | ||
+ | {{:Jón Pétursson, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Snorri Björnsson=== | ||
+ | {{:Snorri Björnsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Vigfús Benediktsson=== | ||
+ | {{:Vigfús Benediktsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Helgi Einarsson=== | ||
+ | {{:Helgi Einarsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Guðmundur Sigurðsson=== | ||
+ | {{:Guðmundur Sigurðsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Jón Jónsson=== | ||
+ | {{:Jón Jónsson, Sléttu}} | ||
+ | |||
+ | ===Jón Sturluson=== | ||
+ | {{:Jón Sturluson, Þverdal}} | ||
+ | |||
+ | ===Guðmdunur Ívarsson=== | ||
+ | {{:Guðmundur Ívarsson, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Ólafur Ólafsson=== | ||
+ | {{:Ólafur Ólafsson, Læk}} | ||
+ | |||
+ | ===Sigurður Guðmundsson=== | ||
+ | {{:Sigurður Guðmundsson, Hesteyri}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Jón Matthíasson=== | ||
+ | {{:Jón Matthíasson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Guðlaugur Sveinbjarnarson=== | ||
+ | {{:Guðlaugur Sveinbjarnarson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Ari Jónsson Skordal=== | ||
+ | {{:Ari Jónsson Skordal, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Stefán Hansson=== | ||
+ | {{:Stefán Hansson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Sigurður Jónsson=== | ||
+ | {{:Sigurður Jónsson, Sléttu}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Jón Eyjólfsson=== | ||
+ | {{:Jón Eyjólfsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Sigurborg Guðmundsdóttir=== | ||
+ | {{:Sigurborg Guðmundsdóttir, Þverdal}} | ||
+ | |||
+ | ===Einar Hallgrímsson=== | ||
+ | {{:Einar Hallgrímsson, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Guðmundur Sigurðsson=== | ||
+ | {{:Guðmundur Sigurðsson, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Halldór Sigurðsson=== | ||
+ | {{:Halldór Sigurðsson, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Hjálmar Jónsson=== | ||
+ | {{:Hjálmar Jónsson, Skáladal}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Páll Brynjólfur Sívertsen=== | ||
+ | {{:Páll Brynjólfur Sívertssen, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Elías Kristján Friðfinnsson Kjærnested=== | ||
+ | {{:Elías Kristján Friðfinnsson Kjærnested}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Runólfur Magnús Jónsson=== | ||
+ | {{:Runólfur Magnús Jónsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Séra Finnbogi Kristjánsson=== | ||
+ | {{:Finnbogi Kristjánsson, prestur}} | ||
+ | |||
+ | ===Jon Magnússon=== | ||
+ | {{:Jón Magnússon, Sæborg}} | ||
+ | |||
+ | ===Benedikt Magnússon=== | ||
+ | {{:Benedikt Magnússon, Stað}} | ||
+ | |||
+ | ===Gunnar Sigurðsson=== | ||
+ | {{:Gunnar Sigurðsson, Görðum}} | ||
+ | |||
+ | ===Ólafur Hjálmarsson=== | ||
+ | {{:Ólafur Hjálmarsson, Látur}} | ||
+ | |||
+ | ===Árni Þorkelsson=== | ||
+ | {{:Árni Þorkelsson, Látur}} | ||
− | + | ==Heimildir== |
Núverandi breyting frá og með 23. apríl 2025 kl. 13:52
Efnisyfirlit
- 1 Dýrleiki og afgjald
- 2 Landkostir
- 3 Ábúð og afkoma
- 4 Hjáleigur
- 5 Ábúendur
- 5.1 Séra Einar Ólafsson
- 5.2 Jón Svarthöfðason
- 5.3 Séra Jón Einarsson
- 5.4 Jón Pétursson
- 5.5 Séra Snorri Björnsson
- 5.6 Séra Vigfús Benediktsson
- 5.7 Séra Helgi Einarsson
- 5.8 Séra Guðmundur Sigurðsson
- 5.9 Jón Jónsson
- 5.10 Jón Sturluson
- 5.11 Guðmdunur Ívarsson
- 5.12 Ólafur Ólafsson
- 5.13 Sigurður Guðmundsson
- 5.14 Séra Jón Matthíasson
- 5.15 Séra Guðlaugur Sveinbjarnarson
- 5.16 Séra Ari Jónsson Skordal
- 5.17 Séra Stefán Hansson
- 5.18 Sigurður Jónsson
- 5.19 Séra Jón Eyjólfsson
- 5.20 Sigurborg Guðmundsdóttir
- 5.21 Einar Hallgrímsson
- 5.22 Guðmundur Sigurðsson
- 5.23 Halldór Sigurðsson
- 5.24 Hjálmar Jónsson
- 5.25 Séra Páll Brynjólfur Sívertsen
- 5.26 Elías Kristján Friðfinnsson Kjærnested
- 5.27 Séra Runólfur Magnús Jónsson
- 5.28 Séra Finnbogi Kristjánsson
- 5.29 Jon Magnússon
- 5.30 Benedikt Magnússon
- 5.31 Gunnar Sigurðsson
- 5.32 Ólafur Hjálmarsson
- 5.33 Árni Þorkelsson
- 6 Heimildir
Milli Nasa og Lækjarfjalls gengur fagur og grösugur dalur langt fram í hálendið. Fjöllin girða hann á báða vegu, há og brött, en fyrir botni hans er fjallgarður, lægri, og nokkurn veginn greiðfært upp úr honum á heiði þá, er liggur milli Aðalvíkur og Sléttu. Dalurinn heitir Staðardalur. Fyrir honum miðjum er laglegt stöðuvatn, langt (á að gizka 1 km), en mjótt. Úr því rennur Staðará til sjávar út úr mynni dalsins. Norðan vatnsins stendur kirkjustaðurinn og prestsetrið Staður. Þar er búsældarlegt, a.m.k. að sumarlagi, graslendi vítt og gróðursælt meðfram öllu vatninu og inn fyrir botn dalsins. Þessi dalur hreif Steingrím biskup Jónsson, er hann ferðaðist um Vestfirði sumarið 1790. Hann segir svo:
Fegurst var, að mér þókti, í Holti í Önundarfirði, líka nokkuð í Vatnsfirði, en af hinum öðrum var þó jafnfallegast í Aðalvík, því þar er dalurinn grasi vaxinn meir en annars staðar. Heyskapurinn var þar góður að nýtingu, en lítill að nokkru leyti að vöxtum, þar var skelfilega snöggt, ljáirnir ekki lengri en sem vænn melsigður. Skelfing var þar fyrir vestan af berjum.
Elzta heimild um kirkju í Aðalvík er kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá 1200. Er ekki annað vitað en þar hafi æ síðan verið kirkja og prestsetur, þar til sóknin lagðist í eyði. Hér verður saga kirkjunnar ekki rakin, en reynt verður að gera grein fyrir sögu jarðarinnar á sama hátt og annarra jarða.
Í Sturlungu er getið Magnúsar prests í Aðalvík og Snorra, sonar hans, er gerðist fylgdarmaður Órækju Snorrasonar, varð ósáttur við hann og fór aftur til föður síns. En Órækja fór til Aðalvíkur að Snorra. Snorri stökk af bænum „ok vildi til sjávar á gnúpinn milli Aðalvíkr og Miðvíkr. Þar mátti ekki ná honum“[1]. Hefur Snorri þá verið vestan á Hvarfanúpi. Snorri náðist þó og var veginn.
Elzti máldagi Aðalvíkurkirkju er frá 1286 og hefur kirkjan þá talizt eiga helming í heimalandi. Hið sama segir í Vilkinsmáldaga 1397. Árið 1458 er Staður í Aðalvík talinn meðal jarða Vatnsfjarðar Kristín Við skipti eftir Björn ríka 1467 hefur Staður fallið í hlut Þorleifs og Árna, sona hans.
Í erfðaskrá Solveigar Björnsdóttur 1495 segir að hún gefi sonum sínum, Jóni og Þorleifi (Pálssonum) Stað í Aðalvík fyrir hundarð hundraða „og hier med ogur og adaluik og jordum“. Solveig hefur þannig tekið Stað að erfðum eftir Þorleif, bróður sinn. Frá 1495 er einnig skrá um kirkjur, er Páll Jónsson á Skarði, maður Solveigar, og Jón danur Björnsson áttu að svara fyrir, og er Aðalvík meðal þeirra. Áður er þess getið, að Björn Guðnason tók umboð af Ólafi Filipussyni árið 1509 fyrir hönd sonar hans, Einars, til arfstilkalls eftir Solveigu, og eru jarðir í Aðalvík taldar meðal þess fjár. Björn yngri Þorleifsson hefur þó talið sig eiga jörðina, því að hún var meðal jarða þeirra, er hann seldi Hans Kruko og Sunnifu hústrú 1505. Staður hefur svo að sjálfsögðu orðið eitt af þrætueplum Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar, er naut fulltingis biskups. Skal sú saga ekki rakin hér nánar. En 10. marz 1529 keypti Ögmundur biskup af Jóhanni Kruko allar jarðir, góss og peninga, er Hans, bróðir hans, hafði fengið frá Birni Þorleifssyni. Þó hefur þótt leika vafi á, að Staður væri lögmæt eign Jóhanns, því hann segir í afsalsbréfinu:
Er þatt suo at hofudgozit adaluikin, er mig med logum fra komin, sem eg hefur spurt af skiluisa goda menn. eller nockur onnr jord. þa hefur biorn thorleifsson uilkorid sig at Retta þann skadan jgen. et cetera.
Svo undarlega bregður við, að sama ár, 1529, þ. 21. október var gert kaupmálabréf Jóns Einarssonar, Þorleifssonar, og Margrétar Björnsdóttur, Þorleifssonar. Samkvæmt því hefur Einar gefið syni sínum jörðina Stað í Aðalvík, 24. hndr., til kvonarmundar. Ekki er að sjá, að faðir brúðarinnar, Björn Þorleifsson, hafi gert nokkra athugasemd við þessa gjöf.
Þrátt fyrir þetta viðrist svo sem Ögmundur biskup hafi haldið jörðinni. 1. júlí 1530 gekk dómur 26 manna á Öxarárþingi um kærur Hannesar Eggertssonar á hendur Ögmundi, m.a. þá, að biskup héldi fyrir Hannesi og konu hans Guðrúnu Björnsdóttur, Guðnasonar, jörðinni Aðalvík. Lagði biskup þar fram kaupbréf sitt af erfingjum Hans Kruko, en hann hafði þá goldið þeim þriðjung verðs þeirra jarða, er hann keypti af þeim. Dómur féll á þá leið um Aðalvík, að bæði Hannes og Björn Þorleifsson skyldu fara á konungsfund næsta ár með þau bréf, er þeir hefður upp á jörðina. Kyndugt sýnist, að Björn fari með slíkum bréfum, skömmu eftir að dóttir hans hefur fengið jörðina í heimamund. Sennilega hefur Hannesi orðið það drýgst að Torfi Björnson, mágur hans, hafði árið 1527 fengið verndarbréf frá Friðrik konungi I. til tilkalls jarðanna Vatnsfjarðar, Aðalvíkur og Hvamms í Dölum. Ekki verður séð af fornbréfum, hvernig deilum þessum um Stað lyktaði. Sennilega hefur Staður verið meðal þrætuepla Árna Gíslasonar og Eggerts Hannessonar í framhaldi af Vatnsfjarðardeilum. En jafnóvíst er, hjá hverjum Staður hefur lent við sætt Árna og Eggerts.
Staður hefur verið í bændaeign til ársins 1602. Það ár gaf Snæbjörn Torfason hann til kirkjustaðar með bréfi, dagsettu 16. ágúst. Fer það hér á eftir
Það gjöri eg Snæbjörn Torfason öllum góðum mönnum kunnugt, þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, að eg hef almáttugum guði til lofs og dýrðar lagt og gefið Stað í Aðalvík með öllum gögnum og gæðum til fjalls og fjöru, þeim sem honum og kirkjunni þar hafa fylgt að fornu og nýju, með fullum vilja og samþykki kvinnu minnar Þóru Jónsdóttur, guðs orði til uppheldis í þeirri sókn og þeim fátækum prestmanni sem staðurinn verður veittur, hver eg vil að þó sé svo fjáður og mannaður, að hann haldi staðnum við magt og hefð, og því sem kirkjunni tilkemur í kviku eður dauðu, eptir því sem kirkjunnar máldagi það útvísar, og héðan í frá sé þessi staður í forsjá og vernd biskupsins í Skálholti, þess sem nú er eður verðu kann hver eptir annan, frí og átölulaus fyrir mér og öllum mínum örfum, en veitist, svo sem áður skrifað er, fátækum og guðshræddum prestmönnum, sem vel og trúlega stunda sitt kall og embætti; og þennan minn gjörníng staðfesti ég nú með þessu mínu eigin bréfi, þessum vottum hjáverandi: sera Ólafi Halldórssyni, sera Arna Jónssyni, sera Jóni Þorleifssyni, hverir eð setja sín innsigli með mínu hér fyrir neðan þetta gjörníngsbréf, hvert eð skrifað var á Kirkjubóli í Lángadal þann fyrsta þriðjudag eptir Maríumessu fyrri, árum eptir CHristi fæðing m.dc.ij.[2]
Með þessari gjöf Snæbjarnar varð Staður kirkjustaður og beneficium, og hefur verið svo síðan.
Dýrleiki og afgjald
Á þessum atriðum er erfitt að átta sig. Máldagar eru ósamhljóða, og verður fátt eitt rakið úr þeim og aðeins það , sem varðar bújörðina sérstaklega. Í elzta máldaga frá 1286 segir svo:
Mariu kirckia j adalvijk a helmijng j heima landi: nema Bondi vilie heldur greida. x: kugilldi: oc eigi krikia þa þridiung j landi.[3]
Vilkinsmáldagi 1397 segir kirkjuna eiga heimaland hálft með öllum gögnum og gæðum, fjórar kýr, eitt ásauðarkúgildi og hest.
Í jarðaskrá Vatnsfjarðar-Kristínar frá 1458 segir:
stadr i adalvik viij hundrud oc halfur fimti tvgur asuadar oc vij kyrr.[4]
Óhugsandi er, að dýrleiki hafi aðeins verið átta hundruð, en vera mætti, að hluti verðsins (t.a.m. oc XX) hafi fallið niður. En aftar í sömu skrá er Staður sagður 24 hndr. Í erfðaskrá Solveigar ríku er Staður talinn hundrað hundraða, en varla er mark takandi á því svo óljóst er orðalag bréfsins á þessum stað. Svipað er að segja um kaupbréf Björns Þorleifssonar og Hans Kruko 1505, en þar Staður sagður „femthighe hvundrvdvm“. Í bæði skiptin virðist mér líklegast, að fleiri jarðeignir séu taldar með, en ekki greindar nánar vegna ókunnugleika. Í kaupmálabréfi Jóns Einarsson og Margrétar Björnsdóttur er jörðin talin 24 hndr., eða jafndýr og 1458, og er það miklu sennilegra. 1681 er Staður talinn 24 hndr., landskuld 1 hndr. 60 álnir, kirkjukúgildi 7. Í manntali 1703 er hann talinn 20 hndr. og hjáleigan Lækur 4 hndr. En í jarðabók 1710 segir svo:
Jarðardýrleiki óviss, ... en fyrir nokkrum árum hafa veirð tilnenfndir vi menn af yfirvaldi þessa hjeraðs eftir skikkun amptmannsins Christians Muller, og uppkváðu þeir þá að staðurinn skyldi vera xviii hndr. að dýrleika. En að fornu segja máldagar og visitasíur biskupanna, að þessi staður hafi þá verið xxiiii hndr. [5]
Árið 1760 hefur Staður þó verið talinn 20 hndr., en 1788 18 hndr. og aftur 1849.
Um landskuld og kúgildi segir jarðabók 1710:
Landskuld engin á þeim parti staðarins, sem presturinn heldur, því hann nýtur staðarins öldúngis frí til uppheldis sjer, so sem aðrir beneficiati. Leigukúgildi hjá prestinum engin, en kirkjukúgildi fylgja staðnum vii, og er nú af þeim hálft sjötta hjá prestinum, nýtur hann ávaxtanna af þeim frí til uppheldis sjer en ábyrgist við öllu, so sem aðrir beneficiati. Kvaður eður ískylda alls engin. Landskuld á fimtúngi þeim, sem Jón býr á , xxx álnir, Betalast me ðfiski þá vel aflast ella í landaurum hjer heima. Leigukúgildi i. Leigur betalast í smjöri til staðarhaldarans. Kvöð er sú ein að róa á skipi staðarhaldara hjer heima vor og haust sem jafnan geldst og hefur goldist in natura.
Árið 1760 hefur landskuld verið 1 hndr. og kúgildi 8. 1788 hefur jörðin verið virt á 110 ríkisdali, landskuld hefur verið 4 rd. 48 skl., og 7 kúgildi hafa fylgt. Árið 1849, við nýtt jarðmat, voru áætluð 4 kúgildi, hvert hundarð metið á 36 rbld., alls 648 rbld. Yfirmatsnefnd þótti matið og lágt og hækkaði hvert hundarð um 4 rbdl. Þannig varð jörðin öll 18x40=720 rbdl. Við fasteignamat 1942 var heilarmat Staðar 11400 kr., þar af 4700 í landi og 6700 í húsum.
Landkostir
Jarðabók 1710:
Fóðrast kann á öllum heimastaðnum viii kýr, ii úngneyti, xl ær, xii lömb, iii hestar.
Slægjur ljær staðarhaldarinn stundum nokkrar, einkanlega þá vel árar, til Garða, og tekur þar toll meiri eður minni eftir því sem heyskapurinn er mikill. Stundum hjer nokkrar slægjur Þverdals ábúendur með þeirra skilorði. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista valla teljandi, brúkast þó. Móskurður til eldiviðar góður. Lýngrif bjarglegt til tróðs og eldiviðarstyrks. Silúngsvieiðivon lítil í Staðarvatni vetur og sumar. Berjalestur nægur. Rekavon lítil og heppnast skjaldan, or er þetta ítaksreki, sem liggur fyrir Sæbóls og Garða landi. Sölvatekju alla á staðurinn fyrir Sæbóls og Garða landi, hefur áður góð verið og brúkaðist þá, síðan spilst af ísum og brúkast því lítt. Skipsuppsátur á staðurinn eftir kirkjunnar máldaga við Sigmundarpoll, það er um landamerkin sjálf milli Sæbóls og Garða, það ítkak hefur brúkast átölulaust að fornu og nýju. Staðurinn á eftir kirkjunnar máldaga Kagaðarvík, Sandvík og Grjótleiti allt að Svignakleif. Þessi örnefni eru í almenníngum norður frá Fljóti hjer í sveit og hefur staðurinn notið nokkurs viðarreka þaðan þegar aðókst hefur orðið, sem er mjög langt og hættusamt. Hvali hefur þar ei rekið so menn viti. Rekaítak, allan tólftúng hvals og viða með ágóða (segir máldaginn) á staðurinn í Rekavík, Bak-látrum. Þessa ítaks hefur staðurinn notið átölulaust. Beit á staðurinn í mánuð á Þverdals jörðu tveim megin Þorláksmessu. Sjöttúng hvalreka á staðurinn í HÖfn hjer í sveit, þess hefur ei staðurinn notið so menn viti. Selveiði á staðurinn í Miðkjós í Lónafirði og hálft Helmíngalón. Þessi takmörk liggja fyrir Kvíalandi, sem er kirkjujörð frá Grunnavíkurstað. Þetta ítak hefur ekki brúkast fyrr nje síðar inn til næstliðins árs, þá sendi presturinn þángað menn til veiði og aflaðist lítið. Lambaupprekstur á Staður í Hvestu, það er eitt dalverpi, sem liggur frá Túngulandi í FLjótum þar á almenningum. Það brúkast átölulaust.
Enginu granda jarðföll og lækir úr brattlendi, sem bera leir og grjót í slægjulandið. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum og afætuforöðum. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum, sem oft verður stórt mein og skaði að. ... NB: Surtarbrandsnám er hjer í staðarins landi í einum stað og vita menn ógjörla hvað mikið það er, það liggur í einnri brekku þar sem til er grafið og svo innn undir fjallið. Þessi surtarbrandur er uppbrotinn og brúkast til kolviðar.
Sóknarlýsingar 1847:
Bærinn stendur vestan undir Nasanum, utanhalt ofanundan Hvirfilsdal. Túnið nær ofan á vatnsbakkann og er allt gott, nema heldur þýft. Vetrarbeit er næg, með því að hafa beitarhús og hey við, og er þá hin bezta. Slægjur utan túns eru loðnar, nálægar, greiðslægar, og megin part á þurru, og hinar kjarnbeztu. Þar er kallað 12 karla engi, og mun það láta nærri. Sauðamjólk er þar viðbrigða kostmikil á smjör. Mótak er fjarlægt, en mikið og gott. Ofsaveður kom aþar með byljum af austnorðri, útnorðri, en einkum af vestri. Í hánorðanátt er þar hlésamt. Sjóargata er þar svo löng, að nær því óvinnandi er að sækja þaðan heimræði. Þó er sá ókostur verstur, að þar drafnar allt niður af vatnsgangi og raka, sem ekki verður fyrir séð að úr megi bæta. Silúngsveiði frambýðst þar mikil í Staðará, Fannadalsá og vatninu.
Mjög greinagóðar upplýsingar um landkosti eru í Jarðatali Johnsens 1847:
Tún staðarins kell á vetrum, og gengur þess vegna mjög af sér, og fæst þar nú rúml. 1½ kýrfóður. Útenginu fer sömuleiðis hnignandi, vegna vatnsaga. Beit er lítilfjörleg fyrir stórpeníng, en megn ágangur. Staðurinn á frítt skipsuppsátur við Sigmundarlæk. Silúngsveiði er hér lítilfjörleg. Haust og vor má héðan róa til fiskjar, en hákalla afli legst frá, sökum jagtveiðanna ´í nánd. Sölvatekjar launar nú eigi ómak og fyrirhöfn. Viðar og hvalreka ítök kirkjunnar eru eigi að miklum arði, er viðurinn eiig verður virtur nema á hálfta vætt árlega, og hvalina rekur enn sjaldnar. Þær tvær víkur við Almennínga, er kirkjan enn fremur á, verða fjarlægðar vegna, að leigjast öðrum, með vætar eptirgjaldi, en reki heima við er eigi teljandi.
Athyglisvert er, að matsmenn 1849 gera miklu meira úr landkostum Staðar en Johnsen. En þess er auðvitað að gæta, að umsögn þeirra er rökstuðningur með háu mati jarðarinnar.
Slægjur afbragðsmiklar og góðar, gæði heyja og beitar vetur og sumar, og hægð til slægna, tækifæri til silungsveiðar mikillar, mótak mikið og gott, tún hæfilegt til rækætunar og gagnsemd af sauðfé, setur býli þetta í röð beztu jarða.
Þó þótti yfirmatsnefnd viðringin enn of lág, eins og fyrr segir, en þeir fóru þar eftir fraangreindri lýsingu og „kunnugleika sumra rannsóknarmanna“. Meðal þeirra var Sturla Bárðarson, hreppstjóri í Görðum, og mátti hann gerst vita um þetta sem næsti nágranni. Fleira verður ekki rakið hér af heimildum um landkosti Staðar. Ekki virðist fara á milli mála, að jörðin er einhver bezta bújörð í hreppnum. Árið 1899 var svo prestkallið metið og þá miðað við síðustu 5 ár 1893-98. Þetta mat er merkileg heimild um jörðina á þeim tíma, og birtist kafli úr því hér orðrétt:
Staðarprestakall. Heimajörðin sem er að nýju mati 23.8 hndr. og með 5⅓ kúgildis. Túnið hefur stækkað frá n[ýju] mati líkelga 1.100 ◻ faðma. Nátthagi fyrir neðan túnið þétt við vatnið á stærð 1.200 ◻ faðmar ósléttaðir. Útengjar liggja frá túni á tvo vegi þó meira fram í víkinni til suðurs. Slægjur miklar og góðar eftir því sem hér í byggðarlagi er kostur á, á sumum stöðum nokkuð votlendar. Tún og engjar eru ógirtar. Við árennsli á jörðinni er [eigi] mjög hætt, þó auðvitað sé ei að öllu leyti óhætt, þar sem fjallshlíðar eru nokkuð langt frá heimilinu, og verður því ekki vel notuð nema beitarhús séu höfð fram í víkinni, þar sem þaug voru til forna, svo nefnd Hlíðarhús. Berjalestur lítilfjörlegur og lítið hirt um nú á dögum. Torfrista og stunga næg og móskurður góður, þó nokkuð fjarri heimilinu. Silungsveiði dálítil. Landrými gott. Ágangur af stórpeningi mikill. Á jörðinni verður haldið að meðaltali á ári 4 kúm, 140 fjár, 4 hestum, Sanngjarnlegur leigumáti á jörðinni sýnist vera þessi: Landskuld 80 álnir, hálft í fríðu og hálft eftir meðalverði, og leigur 4 kúgildi, 80 pund smjörs.
Landamerkjum Staðar var svo lýst í bréfi 18. júní 1892:
Staður í Aðalvík á land að utanverðu bæjarins frá svonefndum „Nasamanni“ (klettadrang á yztu hyrnu Nasafjalls) niður Nasahlíð eftir hæstu hryggjum þeim, sem skilja framvíkina (Aðalvík) frá neðri hluta hennar og nefndir eru Grjóthólahryggir ofan að Staðará. Þetta eru landaskil Staðar og Þverdals. Síðan skilur Staðará og svonefndur „Strengur“ úr Staðarvatni ásamt vatningu lönd milli Staðar og Lækjar yfir í vestara vatnshornið fram í víkinni. Þaðan utanvert við fremsta nes í vatnið að vestanverðu eru enn landaskil milli Staðar og Lækjar bein sjónhending upp í Lækjarfjall eftir læk, sem þar er í hlíðinni og nefna mætti „Landamerkjalæk“ upp á fjallsbrún. — Eftir það ræður löndum hæsta fjallsbrún inn eftir Lækjarfjalli fyrir ofan Skörð inn á miðja Teistabrún til suðurs; eftir henni til austurs liggja landamerkin í Fannadalsdrög hærri upp á Nasafjall, þangað sem það er hæst, út eftir því til norðvesturs út á Nasahyrnu fyrir ofan „Nasamann“, sem fyrr var nefndur.
Ábúð og afkoma
Ár | Bændur | Íbúar | Nautgripir | Sauðfé | Hross |
---|---|---|---|---|---|
1710: | 2 | — | 13 | 82 | 4 |
1787: | 1 | 14 | 7 | 88 | 2 |
1790: | 2 | 16½ | 5 | 64 | 2 |
1795: | 3 | 24 | 8 | 82 | 4 |
1805: | 3 | 23½ | 6 | 61 | 4 |
1810: | 2 | 19 | 6 | 77 | 3 |
1815: | 1 | 15 | 6 | 76 | 3 |
1821: | 1 | 12 | 4 | 51 | 3 |
1825: | 1 | 11 | 5 | 68 | 4 |
1831: | 1 | 12 | 6 | 76 | 3 |
1835: | 1 | 8½ | 4 | 59 | 3 |
1841: | 1 | 15 | 2 | 93 | 3 |
1847: | 1 | 11 | 3 | 64 | 3 |
1850: | 1 | 11 | 3 | 74 | 3 |
1855: | 2 | 16 | 3 | 70 | 4 |
1860: | 2 | 15 | 1 | 4 | 1 |
1865: | 2 | 21 | 2 | 14 | 1 |
1870: | 1 | 17 | 2 | 18 | 3 |
1874: | 2 | 20 | 2 | 36 | 3 |
1880: | 2 | 21 | 4 | 102 | 6 |
1885: | 2 | 16 | 5 | 112 | 2 |
1890: | 1 | 13 | 6 | 74 | 4 |
1895: | 3 | 17 | 6 | 92 | 3 |
1900: | 2 | 11 | 5 | 56 | 38 |
1905: | 2 | 9 | 4 | 49 | 6 |
1910: | 1 | 11 | 2 | 70 | 8 |
1914: | 1 | 9 | 6 | 36 | 5 |
1942: | (meðalt. 5 ára) | 4 | 45 | 3 |
Ár | Tún dagsláttur | Taða hestar | Úthey hestar |
---|---|---|---|
1885: | 13 | 79 | 380 |
1890: | 10 | 90 | 250 |
1895: | 14¾ | 75 | 390 |
1900: | 16¾ | 85 | 220 |
1905: | 17 | (ekki gefið upp) | |
1942: | (meðalt. 5 ára) | 120 | 230 |
Ár | Tein- og áttæringar |
Sex- og fjögramannaför |
Minni bátar |
---|---|---|---|
1787: | — | — | 1 |
1790: | — | — | 2 |
1795: | — | 1 | 1 |
1805: | — | 2 | 1 |
1810: | — | 1 | 2 |
1815: | 1 | — | 1 |
1821: | — | 1 | — |
1825: | — | 1 | 1 |
1831: | — | — | 1 |
1835: | — | — | ½ |
1841: | — | — | 1 |
1847: | — | — | 1 |
1850: | — | — | 1 |
1855: | — | — | 1 |
1865: | — | 1 | — |
1870: | — | 1 | — |
1874: | — | 1 | — |
1880: | — | 1 | 1 |
1885: | — | 1 | — |
1890: | — | 1 | — |
Það er skemmst af að segja, að Staður hefur verið prestsetur, svo lengi sem til er vitað, þegar prestur hefur á annað borð verið í sókninni, og hefur það oftast verið. En oft hafa auk þess einstakir bændur fengið leigðan part úr jörðinni, og svo var 1710. Þegar svo stendur á ,verða athugasemdalaust taldir tveir ábúendur í skránni hér á eftir. Árið 1703 hafa 11 manns verið í heimili hjá prestinum, og auk þess voru hjón með tvö börn í húsamennsku. Heimili þeirra er kallað „önnur hjáleiga frá Stað“ (þ.e. önnur en Lækur), en það hlýtur að vera ónákvæmt orðalag, því að þau eru nefnd húsfólk. Árið 1762 voru 8 manns á Stað, en venjulega var þar miklu fleiri fólk. Síðasti þjónandi prestur á Stað var sr. Finnbogi Kristjánsson. Hann þaðan til Hafnarfjarðar 1945. Samtímis sr. Finnboga bjó þar Árni Þorkelsson. Fluttist hann að Þverdal sama vor, og síðan hefur hið forna höfuðból legið í eyði.
Um aflaskýrslu er hér ekki að ræða, því árin 1897-99 hefur enginn bátur verið gerður út frá Stað. Eftir 1890 virðist sjósókn þaðan hafa fallið niður, án þess þó að séð verði, að búskapur hafi aukizt.
Hjáleigur
Hlíðarhús
Hlíðarhús eru nefnd í jarðabók 1710 forn eyðihjáleiga frá Stað, þar sem þá voru fjárhús heimastaðarins. Segir jarðabókin, að þar hafi ekki byggð verið í 200 ár eða lengur. Sr. Jón Eyjólfsson segir um hjáleigu þessa:
Hlíðarhús voru raunar sami bærinn og Lækur, en bærinn stóð þá fram betur undir fjallinu, þegar hann hét Hlíðarhús, en nu er Lækur, og er langt síðan bærinn hefur verið fluttur.
Lúsastaðir
Lúsastaðir. Eina heimildin um þá er sóknarlýsing sr. Jóns Eyjólfssonar:
Lúsastaðir undir Skarðadalsbrekkum voru fyrrum byggðar úr Staðar heimalandi en munu hafa lagzt í eyði vegna þröngra kosta, sem presturinn á Stað mun hafa sett bóndanum í kotinu, til að auka heldur slægjur við Lækjarbóndann. Þeir lögðust í eyði hér um 1800. Ekki veit ég hvort kotið hefur nokkurn tíma verið metið til hundraða, en það var ekki byggt nema svo sem þrjú ár.
Staðarhóll
Staðarhóll er nefndur í búnaðarskýrslum 1790-1791 og 1795. Þar hefur verið fáfengilegur búskapur, 1790 aðeins fjórar kindur, en 1795 1 kýr, 13 kindur og 1 hestur. Sr. Jón Eyjólfsson segir um hjáleigu þessa
Staðarkot, eður Kotið eður Staðarhóll var byggður úr Staðartúni og var 2½ Hdr. að dýrleika. Hann var byggður hér um 1800, en 1812, þegar prestaskipti urðu, var kotið tekið af, því það þótti skerða túnið.
Trúlegt er, að bændur, sem bjuggu með Staðarpresti, 1805 og 1810 (sjá Ábúð og afkoma) hafi búið í þessu koti, þótt það sé þar ekki nefnt á nafn.
Hlaðhús
Hlaðhús. Í jarðatali Johnsens frá 1847 er sagt, að 1805 hafi verið getið um tvær byggðar hjáleigur frá Stað, Staðarhóll og Hlaðhús, en annað er ekki um þau vitað. En á búnaðarskýrslu 1805 eru taldir tveir búendur á Stað auk prestsins, og kemur það vel heim við þetta.
Tangi
Tangi er nefndur í búnaðarskýrslum 1794 og 1795. Þar bjó sami bóndi og var á Staðarhóli 1790 og 1971. Guðmundur Ívarsson. Árið 1792 og 1793 er hann talinn á Stað. Árið 1794 er Tangi að vísu talinn síðast í skýrslunni, á eftir Seleyri, en 1795 milli Lækjar og Staðar, og tel ég því vafalítið, að hann sé enn ein hjáleiga í Staðarlandi. En engann hef ég hitt, sem heyrt hefur hans getið. Guðmundur á Tanga átti eina kú og sjö kindur árið 1795. Vera má að Tangi, Hlaðhús og Lúsastaðir, sem sr. Jón Eyjólfsson nefndi, séu allt eitt, síðasta nafnið gat þótt óviðeigandi á skýrslum.
Loks var svo Lækur enn ein hjáleiga frá Stað, en um hann verður rætt sérstaklega í sér kafla.
Ábúendur
Séra Einar Ólafsson
Einar Ólafsson, prestur. Fæddur um 1647. Dáinn 1721.
Foreldrar: Ólafur Guðmundsson, Sléttu bóndi á Sléttu og kona hans Hildur Arnórsdóttir, Símonssonar bónda í Furufirði. Arnór var bróðir séra Sveins Símonarsonar í Holti í Önundarfirði.
Kona: 1681, Valgerður Þorleifsdóttir frá Kirkjubóli á Bæjarnesi.
Barn: séra Jón Einarsson á Stað í Aðalvík.
Séra Einar lærði í Skálholtsskóla. Hann vígðist að Stað 1677 og var þar prestur til dánardags. Hann var sagður lista- og hagleiksmaður, þótti lærdómsmaður og þýddi nokkrar bækur. En skapmaður hefur séra Einar verið. Til þess benda þau ummæli, sem höfð eru eftir honum við sóknarbarn sitt, Einar Guðmundsson í Þverdal, en hann stefndi presti fyrir mannskemmandi ummæli við Staðarkirkju 1712, eins og áður hefur verið getið. Nokkur munnmæli hafa geymzt um séra Einar.
Jón Svarthöfðason
Jón Svarthöfðason. Fæddur um 1649. Var á lífi 1710.
Jón mun hafa verið bróðir þeirra Odds Svarthöfðasonar á Sléttu, Bjarna á Læk og Gunnar í Stakkadal.
Kona: Rannveig Björnsdóttir, fædd um 1666.
Börn: Jósef Jónsson bóndi á Sléttu. Oddur Jónsson bóndi í Þverdal og á Sléttu, Jón Jónsson, Vigdís Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.
Jón Svarthöfðason bjó í Þverdal 1703, en bjó á Stað 1710 á móti séra Einari Ólafssyni og hafði þriðjung jarðarinnar til ábúðar.
Séra Jón Einarsson
Jón Einarsson, prestur. Fæddur um 1683. Dáinn um 1739.
Foreldrar: Séra Einar Ólafsson prestur á Stað og kona hans Valgerður Þorleifsdóttir
Kona: Guðný, dáin 1775, Sigurðardóttir, Gíslasonar prests á Stað í Grunnavík.
Börn: Sigurður Jónsson, drukknaði 1754. Þorleifur Jónsson, barnlaus. Bjarni Jónsson á Bæjum á Snæfjallaströnd. Hildur Jónsdóttir kona séra Snorra Björnssonar á Stað og síðar á Húsafelli. Ragnhildur Jónsdóttir, átti Jón Jónsson á Hafrafelli og síðar Bjarna Magnússon að Ósi í Bolungarvík. Steinunn Jónsdóttir, átti Torfa Jónsson hrekks í Æðey.
Séra Jón Einarsson lærði í Skálholtsskóla. Hann vígðist aðstoðarprestur til föður síns 1714 og fékk brauðið að honum látnum 1721, og var prestur á Stað til æviloka.
Jón Pétursson
Jón Pétursson. Bóndi á Stað 1753.
Séra Snorri Björnsson
Séra Snorri Björnsson. Fæddur 3. október 1710. Dáinn 15. júlí 1803.
Foreldrar: Björn Þorsteinsson bóndi í Höfn í Melasveit og kona hans Guðrún Þorbjarnardóttir.
Kona: 1750, Hildur Jónsdóttir, Einarssonar prests á Stað í Aðalvík, fædd 1727, dáin 1813.
Börn: Einar Snorrason bóndi í Múlakoti í Borgarfirði. Helga Snorradóttir átti fyrr Guðmundur Eiríksson, Nautabúi á Nautabúi, síðar Einar Sigurðsson á Sturlureykjum. Jakob Snorrason bóndi og smiður á Húsafelli. [[Kristín Snorradóttir, Hvítárvöllum|Kristín Snorradóttir], átti Sigurð Jónsson bónda á Hvítárvöllum. Guðrún Snorradóttir, giftist ekki, góður járnsmiður. Guðný Snorradóttir, giftist ekki, einnig góður smiður. Séra Björn Snorrason , aðstoðarprestur að Húsafelli.
Séra Snorri brautskráðist úr Skálholtsskóla 1733. Fékk Stað í Aðalvík 1741 og hélt það brauð til 1757, að hann fékk Húsafell í Borgarfirði og var þar prestur síðan. Við þann stað hefur hann venjulega verið kenndur.
Snorri Björnsson er fræg þjóðsagnapersóna. Hann var karlmenni að burðum, mikill íþróttmaður og smiður góður, gáfaður og reglusamur og skáld gott. Hann skrifaði fyrsta leikritið á íslenzku, sem hann kallaði „Sperðil“. Snorri orti allmikið. Til er eftir hann prentað: Rímur af Sigurði Snarfara, Jóhönnuraunir og rímur af Arnljóti Upplendingakappa. Þá eru kvæði eftir hann í íslenzkum gátum og skemmtunum.
Séra Vigfús Benediktsson
Séra Vigfús Benediktsson. Fæddur um 1731. Dáinn 15. febrúar 1822.
Foreldrar: Séra Benedikt Jónsson prestur að Ofanleiti og fyrri kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir, lögréttumanns að Sólheimum.
Kona: Málfríður Jónsdóttir bónda að Skinnalóni.
Börn: Kristján Vigfússon settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu. Jón Vigfússon bóndi á Söndum í Meðallandi. Margrét Vigfússdóttir er átti Guðmundur Brynjólfsson að Kálfafelli í Suðursveit.
Séra Vigfús brautsrkáðist úr Skálholtsskóla 1754. Hann var setur prestur að Stað í Aðalvík (skikkaður þangað) og vígðist þangað 1757. Hann fékk Einholt 1775, Kálfafellsstað 1787.
Séra Vigfús mun hafa verið allmikill fyrir sér, og sagt er að honum hafi ekki samið vel við Aðalvíkinga. Munu þeir heldur ekki hafa þjálir í viðskiptum í þann tíð. Var skáldmæltur og rímfróður.
Séra Helgi Einarsson
Séra Helgi Einarsson. Fæddur 1751. Dáinn 2. september 1816.
Foreldrar: Einar lögréttumaður Haflíðason í Þrándarholti og kona hans Sigríður Jónsdóttir að Stóra-Núpi.
Kona: 26. september 1776, Guðrún f. um 1754, dáin 22. júní 1806, Árnadóttir, Ólafssonar prests í Gufudal.
Börn: Árni Helgason stiftsprófastur í Görðum. Hann fæddist á Stað í Aðalvík. Hafliði Helgason, dó ungur í skóla. Sigríður Helgadóttir, átti Guðmund Ketilsson verzlunarmann á Ísafirði. Þóra Helgadóttir, átti Einar Hákonarson í Hnífsdal. Helgi Helgason stúdent og verzlunarmaður, síðast bóndi í Njarðvík. Einar Helgason trésmiður í Reykjavík.
Séra Helgi varð stúdent úr Skálholtsskóla 1774, fékk Stað í Aðalvík 1775 og var þar prestur í fjögur ár. Fékk Stað í Grunnavík 1779, Eyri í Skutlusfirði 1795. Hann var prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1807, sagði af sér prestskap 1809.
Séra Helgi var fríður sýnum, valmenni og allgóður kennimaður, en sagður nokkuð drykkfelldur.
Séra Guðmundur Sigurðsson
Séra Guðmundur Sigurðsson. Fæddur 1748. Dáinn 26. ágúst 1811.
Foreldrar: Séra Sigurður Sigurðsson í Holti í Önundarfirði og þriðja kona hans Katrín Guðmundsdóttir, Vernharðssonar prests í Selárdal.
Kona: 1776, Ingibjörg, fædd um 1748, dáin 1. ágúst 1834, Vernharðsdóttir, Guðmundssonar prests í Otradal.
Börn: Katrín Guðmundsdóttir, átti Jón Sturluson hreppstjóra í Þverdal. Ásta Guðmundsdóttir, átti Árna Halldórsson hreppstjóra á Látrum. Sigurður Guðmundsson bóndi á Hesteyri, átti Álfheiði Bjarnadóttur frá Marðareyri.
Séra Guðmundur brautskráðist úr Skálholtsskóla 1771. Hann bjó nokkur ár í Meðaldal í Dýrafirði. Fékk Stað í Aðalvík 1779 og vígðist þangað 1780. Hann hélt staðinn til æviloka.
Séra Guðmundur drukknaði í kaupstaðarferð frá Sléttu til Ísafjarðar 26. ágúst 1811 og með honum tíu manns, þar af átta bændur úr sveitinni. Mun það eitt það mesta sjóslys, sem þar hefur orðið. Vitað er með vissu, hverjir nokkrir þeirra bænda voru, en óljósara er um aðra. Telja má þó líklegt að bændurnir hafi verið þessir: Jón Jónsson bóndi á Sléttu. Hann var skipseigandinn og formaður í förinni. Jón Jónsson bóndi á Hesteyri. Ólafur Ólafsson bóndi á Hesteyri. Sigurður Brynjólsson bóndi á Læk. Kristján Hermannsson bóndi í Görðum og Guðmundur Snorrason bóndi á Glúmsstöðum.
Jón Jónsson
Jón Jónsson. Fæddur um 1765. Dáinn 26. ágúst 1811.
Ekki verður með neinni vissu sagt, hverra manna Jón hefur verið. Hann gæti hafa verið sonur Jóns Jónssonar á Látrum, en getur líka hafa verið aðfluttur.
Kona: Herdís, fædd um 1766, dáin 22. maí 1836, Gísladóttir, Bjarnasonar í Svansvík. Gísli mun hafa búið í Stakkdal síðustu ár sín. Sjá Stakkadal.
Börn: Sigurður Jónsson bóndi á Sléttu. Þorgerður Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir, átti Sigurð Guðmundsson hreppstjóra á Hesteyri. Jón Jónsson bóndi á Læk. Hjálmar Jónsson bóndi í Kjaransvík. Gísli Jónsson bóndi í Stakkadal. Júdit Jónsdóttir, átti fyrr Guðmund Sigurðsson bónda á Steinólfsstöðum, síðar Friðrik Jónsson bónda í Neðri Miðvík.
Jón Jónsson bjó í Stakkadal 1793-95. Bóndi á Stað 1795-1806. Bóndi á Sléttu 1806-1811.
Jón var skipseigandi og formaður í kaupstaðarferð þeirra séra Guðmundar Sigurðssonar frá Sléttu 26. ágúst 1811 og fórst þar. Ekkja hans bjó á Sléttu til 1817 eða lengur.
Jón Sturluson
Jón Sturluson. Fæddur 1782. Dáinn 10. marz 1839.
Foreldrar: Sturla Sturluson síðast bóndi í Þjóðólfstungu í Bolungarvík og fyrri kona hans Ingibjörg Bárðardóttir. Sjá Arnardalsætt.
Kona 1: Katrín, fædd um 1776, dáin 28. marz 1820, Guðmundsdóttir prests, Sigurðssonar á Stað í Aðalvík.
Börn Ingibjörg Jónsdóttir, átti fyrr Jón Þórarinsson vinnumann í Vigur. Hann drukknaði. Seinni maður Ingibjargar var Jónas Jónasson borgari og beykir á Ísafirði. Guðmundur Jónsson bóndi á Hesteyri.
Kona 2: 15. júlí 1821, Sigurborg, fædd 1789, dáin 6. júlí 1862, Guðmundsdóttir Guðmundssonar bónda í Þverdal. Hún átti áður Halldór Bjarnason hreppsjóra á Látrum og var seinni kona hans.
Börn: Hjálmar Jónsson bóndi á Látrum. Halldór Jónsson, fæddur 29. júlí 1823, dáinn 23. desember 1906, smáskammtalæknir á Sútarabúðum í Grunnavík, átti Sæunni dóttur séra Hannesar Arnórssonar á Stað í Grunnavík. Guðmundur Jónsson, fæddur 1826, átti Sigríði Halldórsdóttur. Hann var formaður á sexæring úr Bolunargvík og drukknaði þaðan 30. apríl 1854. Ari Jónsson, fæddur 10. marz 1831, dáinn 14. febrúar 1912, var í Hörgshlíð, átti Sigríði Halldórsdóttur ekkju Guðmundar bróður síns. Jón Jónsson fæddur 4. janúar 1830, var í Þverdal 1842.
Jón Sturluson var bóndi á Stað í Aðalvík 1804-1812. Bóndi í Þverdal 1812-20. Bóndi á Sléttu 1820-26. Bóndi í Þverdal frá 1826 til æviloka. Ekkja hans bjó í Þverdal til 1843, en fluttist þá að Stað og var búsett þar næstu ár. Hún mun svo hafa flutzt til Halldórs sonar síns.
Jón Sturluson var hreppstjóri frá 1828 til dánardags.
Guðmdunur Ívarsson
Guðmundur Ívarsson. Fæddur um 1750. Var á lífi 1801.
Hann mun hafa verið aðfluttur, ef til vill ættaður vestan úr Önundarfirði. Hann var búandi á Staðarhóli, hjáleigu frá Stað 1790-91, Stað 1792-93, og 1794-95, á svonefndum Tanga, sem þá mun hafa verið hjáleiga frá Stað. Hann var húsmaður á Sæbóli 1801 og þá ekill. Er ekki vitað hver kona hans var.
Börn hans voru: Anna Guðmundsdóttir, fædd um 1787, og Einar Guðmundsson, fæddur 1790-91.
Guðmundur var ekki í Sléttuhreppi 1816, hefur líklega verið látinn. Börn hans voru þá ekki heldur meðal íbúa í hreppnum.
Skv. Íslendingabók var móðir hans Guðrún Einarsdóttir fædd 1713, dáin 2. september 1805. „Var á Stóru-Þúfu, Miklaholtshreppi, Hnapp. 1729. Ekkja á Helgafelli, Helgafellssókn, Snæf. 1801“
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson. F. um 1770. D. 13. júní 1843.
Foreldrar: Ólafur Einarsson þá bóndi í Tungu, síðar á Látrum og kona hans Vigdís Þórðardóttir.
Kona 1: Margrét Björnsdóttir, d. 6. ág. 1829.
Börn: Þeófílus Ólafsson bóndi á Látrum. Rannveig Ólafsdóttir átti Jóhannes Jóhannesson bónda í E. Miðvík. Dagbjört Ólafsdóttir giftist ekki. Salbjörg Ólafsdóttir, seinni kona Árna Halldórssonar hreppstjóra á Látrum. Hildur Ólafsdóttir, átti fyrr Hjálmar Jónsson bónda í Kjaransvík, síðar Jóstein Jónsson bónda í Tungu.
Kona 2: 16. nóv 1829, Ragnhildur, d. 5 maí 1852, Aradóttir, Skordals prests á Stað í Aðalvík. Þau barnlaus.
Ólafur Ólafsson var húsmaður á Stað 1793. Bóndi í E. Miðvík 1797. Bóndi á Látrum 1801. Bóndi í Hlöðuvík 1805-12. Bóndi á Læk 1812-36. Var búsettur á Látrum 1836-43. Mun hafa verið sæmilega efnaður.
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson. Fæddur um 1781. Var á lífi 1811, en dáinn 1816.
Foreldrar: Séra Guðmundur Sigurðsson á Stað í Aðalvík og kona hans Ingibjörg Vernharðsdóttir.
Kona: 1804, Álfheiður, fædd um 1780, dáin 6. september 1840, Bjarnadóttir, Jónssonar bónda á Marðareyri.
Barn: Guðmundur Sigurðsson, fæddur 1806, dáinn 31. júlí 1841, bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum.
Sigurður Guðmundsson bjó á Stað 1805. Bóndi á Hesteyri 1810-11. Ekki er vitað hvenær hann fluttist að Hesteyri.
Séra Jón Matthíasson
Séra Jón Matthíasson. Fæddur 5. maí 1786. Dáinn 11. nóvember 1859.
Foreldrar: Matthías Þórðarson stúdent á Eyri í Seyðisfirði og kona hans Rannveig Guðlaugsdóttir, Sveinssonar prests í Vatnsfirði.
Kona: 19. maí 1810, Ingibjörg, fædd 22. febrúar 1788, dáin 28. maí 1866, Pálsdóttir prests að Ofanleiti, Magnússonar.
Börn: Séra Páll Mathiesen í Arnabæli. Matthías verzlunarstjóri í Reykjavík. Guðlaugur bóndi í Öxney. Árni verzlunarmaður í Hafnarfirði. Guðmundur, dó ungur og ókvæntur. Guðrún seinni kona Jons Jónssonar á Elliðavanti. Kristján bóndi á Hliði á Álftanesi. Jens Ólafur, lærða söðlasmíði í Kaupmannahöfn og dó þar.
Séra Jón Matthíasson brautskráðist úr Bessastaðaskóla 1807. Hann vígðist aðstoðarprestur til Vatnsfjarðar 1809. Fékk Stað í Aðalvík 1812 og fluttist þangað það ár. Fékk Eyri í Skutulsfirði 1817 og Arnarbæli 1821. Haft er eftir séra Jóni: „Staður fæddi mig. Eyri mæddi mig. Arnarbæli klæddi mig.“ Séra Jón var dugnaðar- og fjörmaður, sagður stórbrotinn og nokkuð drykkfelldur.
Séra Guðlaugur Sveinbjarnarson
Guðlaugur Sveinbjarnarson, prestur
Séra Ari Jónsson Skordal
Séra Stefán Hansson
Sigurður Jónsson
Séra Jón Eyjólfsson
Sigurborg Guðmundsdóttir
Sigurborg Guðmundsdóttir, Þverdal
Einar Hallgrímsson
Guðmundur Sigurðsson
Halldór Sigurðsson
Hjálmar Jónsson
Séra Páll Brynjólfur Sívertsen
Páll Brynjólfur Sívertssen, prestur
Elías Kristján Friðfinnsson Kjærnested
Elías Kristján Friðfinnsson Kjærnested
Séra Runólfur Magnús Jónsson
Runólfur Magnús Jónsson, prestur
Séra Finnbogi Kristjánsson
Finnbogi Kristjánsson, prestur